Veltan hefur dregist saman um þriðjung Þórður Snær Júlíusson skrifar 29. október 2011 19:38 Viðskipti byggingavöruverslana skiptast gróflega í tvennt: sölu til einstaklinga og sölu á þungavöru til fyrirtækja. Á fyrri markaðnum starfa margir aðilar í samkeppni hver við annan. Á hinum, svokölluðum þungavörumarkaði, eru tvö fyrirtæki með yfir 90% markaðshlutdeild. Þau heita Húsasmiðjan og Byko. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun. Landsbankinn tók yfir Húsasmiðjuna í október 2009. Þá var allt hlutafé afskrifað og bankinn breytti 10,2 milljörðum króna af skuldum í nýtt hlutafé. Um var að ræða 70 prósent af öllum vaxtaberandi skuldum Húsasmiðjunnar við lánastofnanir. Fyrirtækinu var komið fyrir í eignaumsýslufélaginu Vestia ehf., sem á þeim tíma var í eigu Landsbankans. Vestia, og allar eignir þess, var síðar selt til Framtakssjóðs Íslands (FÍ). Landsbankinn er stærsti einstaki eigandi FÍ með 27,6 prósent hlut og því óbeint enn stærsti eigandi Húsasmiðjunnar. Slök afkomaRekstur Húsasmiðjunnar hefur ekki verið upp á marga fiska þrátt fyrir að fjárhagslegri endurskipulagningu hennar eigi að hafa lokið fyrir tveimur árum. Í janúar þurfti Landsbankinn að breyta einum milljarði króna til viðbótar af skuldum Húsasmiðjunnar í nýtt hlutafé. Fyrirtækið tapaði 815 milljónum króna árið 2009 og 144 milljónum króna í fyrra. Velta Húsasmiðjunnar fór úr því að vera 18,9 milljarðar króna árið 2008 í að vera 12,3 milljarðar króna í fyrra. Hún dróst því saman um 35 prósent á tveimur árum. Fréttablaðið hefur auk þess undir höndum upplýsingar úr uppgjöri Húsasmiðjunnar fyrir fyrstu sjö mánuði þessa árs. Þar kemur fram að að fyrirtækið hafið tapað 309 milljónum króna á tímabilinu og að velta þess sé níu prósentum undir því sem fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Skuldir fyrirtækisins eru einnig komnar niður í 2,6 milljarða króna og eru nánast einvörðungu við Landsbankann. Húsasmiðjan var sett í söluferli fyrir skemmstu. Í sölugögnum sem afhent voru væntanlegum bjóðendum kemur þó skýrt fram að til greina komi að FÍ haldi eftir hlut í fyrirtækinu. Byko tapar líkaHinn risinn á byggingavörumarkaði er Byko, sem er í eigu Norvik hf. Stærsti eigandi þess félags er Jón Helgi Guðmundsson og félög tengd honum. Aðalfjárfestingafélag Jóns Helga og barna hans heitir Straumborg ehf. Það á 22 prósent hlut í Byko en Jón Helgi á til viðbótar 24 prósent hlut í eigin nafni. Straumborg tapaði 14,7 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009 og gerði kyrrstöðusamning (e. stand-still agreement) við lánardrottna sína 9. apríl í fyrra. Hann gildir til janúar 2013, eða í um 14 mánuði til viðbótar. Stærsti kröfuhafi Straumborgar er Arion banki. Bankinn á fulltrúa í stjórn félagsins. Byko er ein helsta eign Straumborgar og ljóst að henni verður ekki ráðstafað á samningstímabilinu nema með vitund og vilja bankans. Byko hefur tapað samtals 544 milljónum króna á síðustu tveimur árum. Velta félagsins hefur farið úr því að vera 22,7 milljarðar króna á árinu 2008 í að vera 16,1 milljarður króna í fyrra. Það er um 30 prósenta samdráttur í seldum vörum á tveimur árum. Eiginfjárstaða Byko er þó enn sterk. Fyrirtækið átti 1,8 milljarð króna eigið fé um síðustu áramót. Í desember 2010 samþykkti stjórn Byko að skipta fyrirtækinu upp í fjögur félög til að aðskilja betur rekstur einstakra rekstrareininga. Saman eiga Húsasmiðjan og Byko Steinullarverksmiðjuna á Sauðarkróki, en 90 prósent allrar einangrunar í byggingar hérlendis kemur úr þeirri verksmiðju. Aðrir aðilar á þungavörumarkaði á Íslandi eru Múrbúðin auk þess sem von er á þýska byggingavörurisanum Bauhaus inn á markaðinn á næsta ári. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Viðskipti byggingavöruverslana skiptast gróflega í tvennt: sölu til einstaklinga og sölu á þungavöru til fyrirtækja. Á fyrri markaðnum starfa margir aðilar í samkeppni hver við annan. Á hinum, svokölluðum þungavörumarkaði, eru tvö fyrirtæki með yfir 90% markaðshlutdeild. Þau heita Húsasmiðjan og Byko. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun. Landsbankinn tók yfir Húsasmiðjuna í október 2009. Þá var allt hlutafé afskrifað og bankinn breytti 10,2 milljörðum króna af skuldum í nýtt hlutafé. Um var að ræða 70 prósent af öllum vaxtaberandi skuldum Húsasmiðjunnar við lánastofnanir. Fyrirtækinu var komið fyrir í eignaumsýslufélaginu Vestia ehf., sem á þeim tíma var í eigu Landsbankans. Vestia, og allar eignir þess, var síðar selt til Framtakssjóðs Íslands (FÍ). Landsbankinn er stærsti einstaki eigandi FÍ með 27,6 prósent hlut og því óbeint enn stærsti eigandi Húsasmiðjunnar. Slök afkomaRekstur Húsasmiðjunnar hefur ekki verið upp á marga fiska þrátt fyrir að fjárhagslegri endurskipulagningu hennar eigi að hafa lokið fyrir tveimur árum. Í janúar þurfti Landsbankinn að breyta einum milljarði króna til viðbótar af skuldum Húsasmiðjunnar í nýtt hlutafé. Fyrirtækið tapaði 815 milljónum króna árið 2009 og 144 milljónum króna í fyrra. Velta Húsasmiðjunnar fór úr því að vera 18,9 milljarðar króna árið 2008 í að vera 12,3 milljarðar króna í fyrra. Hún dróst því saman um 35 prósent á tveimur árum. Fréttablaðið hefur auk þess undir höndum upplýsingar úr uppgjöri Húsasmiðjunnar fyrir fyrstu sjö mánuði þessa árs. Þar kemur fram að að fyrirtækið hafið tapað 309 milljónum króna á tímabilinu og að velta þess sé níu prósentum undir því sem fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Skuldir fyrirtækisins eru einnig komnar niður í 2,6 milljarða króna og eru nánast einvörðungu við Landsbankann. Húsasmiðjan var sett í söluferli fyrir skemmstu. Í sölugögnum sem afhent voru væntanlegum bjóðendum kemur þó skýrt fram að til greina komi að FÍ haldi eftir hlut í fyrirtækinu. Byko tapar líkaHinn risinn á byggingavörumarkaði er Byko, sem er í eigu Norvik hf. Stærsti eigandi þess félags er Jón Helgi Guðmundsson og félög tengd honum. Aðalfjárfestingafélag Jóns Helga og barna hans heitir Straumborg ehf. Það á 22 prósent hlut í Byko en Jón Helgi á til viðbótar 24 prósent hlut í eigin nafni. Straumborg tapaði 14,7 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009 og gerði kyrrstöðusamning (e. stand-still agreement) við lánardrottna sína 9. apríl í fyrra. Hann gildir til janúar 2013, eða í um 14 mánuði til viðbótar. Stærsti kröfuhafi Straumborgar er Arion banki. Bankinn á fulltrúa í stjórn félagsins. Byko er ein helsta eign Straumborgar og ljóst að henni verður ekki ráðstafað á samningstímabilinu nema með vitund og vilja bankans. Byko hefur tapað samtals 544 milljónum króna á síðustu tveimur árum. Velta félagsins hefur farið úr því að vera 22,7 milljarðar króna á árinu 2008 í að vera 16,1 milljarður króna í fyrra. Það er um 30 prósenta samdráttur í seldum vörum á tveimur árum. Eiginfjárstaða Byko er þó enn sterk. Fyrirtækið átti 1,8 milljarð króna eigið fé um síðustu áramót. Í desember 2010 samþykkti stjórn Byko að skipta fyrirtækinu upp í fjögur félög til að aðskilja betur rekstur einstakra rekstrareininga. Saman eiga Húsasmiðjan og Byko Steinullarverksmiðjuna á Sauðarkróki, en 90 prósent allrar einangrunar í byggingar hérlendis kemur úr þeirri verksmiðju. Aðrir aðilar á þungavörumarkaði á Íslandi eru Múrbúðin auk þess sem von er á þýska byggingavörurisanum Bauhaus inn á markaðinn á næsta ári.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira