Viðskipti innlent

Nýr yfirmaður upplýsingatækni Landsbankans

Guðni B. Guðnason hefur verið ráðinn yfirmaður upplýsingatækni Landsbankans. Umsækjendur um stöðuna voru 63. Hún var auglýst í desember sl.

Í tilkynningu segir að Guðni hafi margþætta reynslu af upplýsingatækni og af stjórnun og rekstri fyrirtækja. Hann var framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu á árunum 2006 - 2010 og var einn af stofnendum Álits sem síðar varð ANZA og framkvæmdastjóri þess á árunum 1997-2006.

Á árunum 1992 - 1997 var Guðni yfirmaður tölvumála hjá ISAL í Straumsvík. Guðni er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann mun hefja störf í Landsbankanum síðar í þessum mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×