Handbolti

HM 2011: Lífið var bara skóli og handbolti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorsteinn Joð fékk góða gesti í myndver Stöðvar 2 Sports fyrir leikinn gegn Kína á mánudagskvöldið.

Þær Ágústa Edda Björnsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir ræddu íslenska landsliðið í handbolta - stelpurnar okkar - sem hafa staðið sig svo vel á HM í Brasilíu.

Fóru þær yfir liðið og leikmenn þess sem þær þekkja mjög vel til. Guðríður hefur lengi starfað sem þjálfari lengi og hefur því kynnst mörgum leikmönnum landsliðsins vel. Móðir hennar, Sigríður Sigurðardóttir, var kjörin íþróttamaður ársins fyrst kvenna árið 1964.

Ágústa Edda hefur lýst leikjum íslenska liðsins á HM með Valtý Birni Valtýssyni og saman ræddu þær stelpurnar okkar í þaula. Innslagið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×