Viðskipti innlent

Procar kaupir 100 bíla frá B&L og Ingvari Helgasyni

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Bjarni Þ. Sigurðsson sölustjóri Hyundai, Gunnar Björn Gunnarsson forstjóri Procar og Rúnar H. Bridde sölustjóri hjá B&L og Ingvari Helgasyni.
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Bjarni Þ. Sigurðsson sölustjóri Hyundai, Gunnar Björn Gunnarsson forstjóri Procar og Rúnar H. Bridde sölustjóri hjá B&L og Ingvari Helgasyni.

Bílaleigan Procar, sem leigir að jafnaði um 200 bíla, hefur fest kaup á eitt hundrað bílum frá bílaumboðinu B&L og Ingvari Helgasyni. Var samningur þess efnis undirritaður í gær, miðvikudag.

Í tilkynningu segir að bílarnir eru af gerðinni Nissan Micra, sem í vor kemur í alveg nýrri útfærslu, Nissan Qashqai, Hyundai i20 og Hyundai i10. Gunnar Björn Gunnarsson, forstjóri Procar, segir sumarið líta vel út og bókanir nú þegar verulegar.

„Við viljum vera vel undirbúnir og klárir með bílana þegar törnin byrjar," sagði Gunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×