Viðskipti innlent

Skotar vilja víðtækara viðskiptabann gegn Íslandi

ESB mun í dag taka ákvörðun um löndunarbann á íslensk makrílveiðiskip. Skotar telja að slíkt gangi of skammt og vilja víðtækara viðskiptabann gegn Íslandi.

Fjallað er um málið á BBC. Þar er farið yfir stöðuna og sagt að ESB muni funda um löndunarbannið í dag og setja það á ef Íslendingar dragi ekki úr áformuðum makrílveiðum sínum í ár.

Skoskir útgerðarmenn telja tilveru sinni ógnað með áformum Íslendinga þar sem makríll er verðmætasta sjávarfang þeirra.

BBC ræðir við Ian Gatt formann samtaka uppsjávarútgerða í Skotlandi. Gatt segir að dagurinn í dag sé mikilvægur fyrir þá. Hinsvegar séu engar líkur á að deilan um makrílinn leysist í bráð. Gatt segir að ef engin árangur verði af ákvörðun ESB í dag og Ísland hafni því að draga úr makrílveiðum sínum ætti að setja víðtækara viðskiptabann á Ísland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×