Ísland slapp merkilega vel 28. október 2011 20:45 Bekkurinn var þétt setinn í Norðurljósasalnum í Hörpu í gær. Fjölmörg ólík sjónarmið komu fram í máli þátttakenda á ráðstefnunni, sem voru alls tuttugu.fréttablaðið/GVA Staða íslenska hagkerfisins nú þremur árum eftir hrun bankanna er betri en nokkur þorði að vona. Mörg önnur ríki hafa orðið verr úti en Ísland. Þetta var meðal niðurstaðna þátttakenda á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og AGS um þann lærdóm sem draga má af reynslu Íslands síðustu ár. Ráðstefnan fór fram í Hörpu í gær. Þá töldu flestir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), og ekki síst viðleitni hans til að samþykkja óhefðbundna hagstefnu í samstarfsáætluninni við íslensk stjórnvöld, hafa verið farsæla þótt mörg vandamál væru enn til staðar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setti ráðstefnuna og þakkaði AGS fyrir hlut hans í efnahagsbata Íslands. Ráðstefnan sjálf skiptist síðan í þrjár lotur umræðna: krísustjórnun í kjölfar bankahrunsins, vegferð Íslands í átt að efnahagsbata og loks lykilverkefnin fram undan. Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla, var meðal þeirra sem tóku til máls í fyrstu umræðulotunni, en hann ávarpaði ráðstefnuna í myndbandsupptöku. Hann sagði áætlun AGS á Íslandi hafa verið sveigjanlegri en flestar áætlanir sjóðsins; krafan um niðurskurð hefði ekki verið jafn rík og stjórnvöld hefðu fengið meira svigrúm. Hann velti því þó fyrir sér hvort skorið hefði verið of mikið niður og sagði ákvörðun Íslendinga í Icesave-málinu hafa verið rétta. Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, tók því næst til máls. Hann sagði hópgeðveiki hafa gripið um sig á Íslandi fyrir hrun og ýmislegt mætti læra af því. Til að mynda væri óskynsamlegt að húsnæðislán væru í stórum stíl boðin í erlendum gjaldmiðli. Þá sagði hann að Íslendingar ættu að vona að vandi evrusvæðisins leystist farsællega þar sem skynsamlegast væri fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp evru. Í annarri lotunni tók Paul Krugman, prófessor í hagræði við Princeton-háskóla, til máls. Krugman sagði stórkostlega geðveiki hafa átt sér stað á Íslandi og því væri merkilegt að staða landsins væri ekki verri en raun bæri vitni. Ein helsta ástæða þess væri gengisfall krónunnar, sem hefði sýnt þá miklu kosti sem fælust í fljótandi gjaldmiðli. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, sagði það mikið afrek að hafa forðast þjóðargjaldþrot en gagnrýndi samstarfsáætlun stjórnvalda og AGS, hún hefði ekki skilað þeim árangri sem af væri látið. Sérstaklega væru gjaldeyrishöftin gagnrýniverð.Meðal annarra sem töluðu má nefna Má Guðmundsson seðlabankastjóra, Martin Wolf, aðstoðarritstjóra Financial Times, og Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Már sagði gjaldeyrishöftin hafa verið nauðsynlega neyðarráðstöfun sem þyrfti að aflétta í litlum skrefum, Wolf varaði Íslendinga við því að taka upp evruna án þess að hugsa sig vandlega um og Stefán sagði stjórnvöldum hafa tekist vel upp við að hlífa þeim hópum við höggi kreppunnar sem hefðu lægstar tekjur. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Staða íslenska hagkerfisins nú þremur árum eftir hrun bankanna er betri en nokkur þorði að vona. Mörg önnur ríki hafa orðið verr úti en Ísland. Þetta var meðal niðurstaðna þátttakenda á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og AGS um þann lærdóm sem draga má af reynslu Íslands síðustu ár. Ráðstefnan fór fram í Hörpu í gær. Þá töldu flestir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), og ekki síst viðleitni hans til að samþykkja óhefðbundna hagstefnu í samstarfsáætluninni við íslensk stjórnvöld, hafa verið farsæla þótt mörg vandamál væru enn til staðar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra setti ráðstefnuna og þakkaði AGS fyrir hlut hans í efnahagsbata Íslands. Ráðstefnan sjálf skiptist síðan í þrjár lotur umræðna: krísustjórnun í kjölfar bankahrunsins, vegferð Íslands í átt að efnahagsbata og loks lykilverkefnin fram undan. Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla, var meðal þeirra sem tóku til máls í fyrstu umræðulotunni, en hann ávarpaði ráðstefnuna í myndbandsupptöku. Hann sagði áætlun AGS á Íslandi hafa verið sveigjanlegri en flestar áætlanir sjóðsins; krafan um niðurskurð hefði ekki verið jafn rík og stjórnvöld hefðu fengið meira svigrúm. Hann velti því þó fyrir sér hvort skorið hefði verið of mikið niður og sagði ákvörðun Íslendinga í Icesave-málinu hafa verið rétta. Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, tók því næst til máls. Hann sagði hópgeðveiki hafa gripið um sig á Íslandi fyrir hrun og ýmislegt mætti læra af því. Til að mynda væri óskynsamlegt að húsnæðislán væru í stórum stíl boðin í erlendum gjaldmiðli. Þá sagði hann að Íslendingar ættu að vona að vandi evrusvæðisins leystist farsællega þar sem skynsamlegast væri fyrir Ísland að ganga í ESB og taka upp evru. Í annarri lotunni tók Paul Krugman, prófessor í hagræði við Princeton-háskóla, til máls. Krugman sagði stórkostlega geðveiki hafa átt sér stað á Íslandi og því væri merkilegt að staða landsins væri ekki verri en raun bæri vitni. Ein helsta ástæða þess væri gengisfall krónunnar, sem hefði sýnt þá miklu kosti sem fælust í fljótandi gjaldmiðli. Jón Daníelsson, prófessor í fjármálum við London School of Economics, sagði það mikið afrek að hafa forðast þjóðargjaldþrot en gagnrýndi samstarfsáætlun stjórnvalda og AGS, hún hefði ekki skilað þeim árangri sem af væri látið. Sérstaklega væru gjaldeyrishöftin gagnrýniverð.Meðal annarra sem töluðu má nefna Má Guðmundsson seðlabankastjóra, Martin Wolf, aðstoðarritstjóra Financial Times, og Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Már sagði gjaldeyrishöftin hafa verið nauðsynlega neyðarráðstöfun sem þyrfti að aflétta í litlum skrefum, Wolf varaði Íslendinga við því að taka upp evruna án þess að hugsa sig vandlega um og Stefán sagði stjórnvöldum hafa tekist vel upp við að hlífa þeim hópum við höggi kreppunnar sem hefðu lægstar tekjur. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira