Viðskipti innlent

Forgangskröfur í bú Glitnis aukast um tæpa 60 milljarða

Hefði Hæstiréttur ekki staðfest að flokka bæri heildsöluinnlán sem forgangskröfur hefðu slíkar kröfur minnkað um 150 milljarða króna hjá Landsbanka Íslands. Landsbankinn viðurkenndi heildsöluinnlán sem forgangskröfur þegar tekin var afstaða til krafna í bú bankans. Það gerðu Glitnir og Kaupþing hins vegar ekki.

Því stefndu almennir kröfuhafar Landsbankans honum í þessum málum, en heildsöluinnlánaeigendur stefndu Glitni. Eftir dóminn í dag er reiknað með að forgangskröfur í bú Glitnis muni aukast um tæpa 60 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×