Viðskipti innlent

Vísaði í Þursaflokkinn: "Pínulítill kall“

Friðrik J. Arngrímsson
Friðrik J. Arngrímsson
Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir fullyrðingar Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, þess efnis að LÍÚ leggi sig í einelti uppspuna.

Árni Páll var gestur í Silfri Egils í ríkissjónvarpinu á sunnudag. Þar sagði hann LÍÚ hafa efnt til auglýsingaherferðar gegn sér í kjölfar ræðu sem hann flutti á ársfundi ASÍ í október 2009. Þessu hafnar framkvæmdastjóri LÍÚ.

„Það er uppspuni að LÍÚ hafi lagt Árna Pál í einelti og efnt til auglýsingaherferðar gegn honum," skrifar Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, á vef samtakanna. Hann viðurkennir þó að hafa sneitt að Árna Páli í frétt sem birtist á vef LÍÚ í október 2009 þar sem hann sagði ummæli Árna Páls um sjávarútveginn niðrandi og honum til minnkunar.

Þar sagði Friðrik enn fremur: „Mér finnst ráðherra, sem hefur orðið sér til slíkrar raðminnkunar, best lýst í þekktu lagi Þursaflokksins."

Þar fylgdi hlekkur á myndband með Þursaflokknum þar sem hann flytur lagið „Pínulítill kall". - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×