Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands lækkar verulega

Skuldatryggingaálag Íslands hefur lækkað verulega á síðustu dögum og er komið niður í 301 punkt samkvæmt vefsíðunni Keldan sem aftur byggir á gögnum frá Bloomberg fréttaveitunni.

Um síðustu mánaðarmót hafði álagið rokið upp í 358 punkta sem var hæsta gildi þess á árinu. Í upphafi þessa árs var skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands 255 punktar og hefur því hækkað um rétt tæplega 50 punkta síðan þá.

Á sama tíma hefur meðaltal Vestur Evrópuríkja hækkað um tæplega 150 punkta og er nú 330 punktar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×