Hagnaður Íslandsbanka 11,3 milljarðar á fyrstu 9 mánuðum ársins 7. desember 2011 08:30 Hagnaður Íslandsbanka nam rúmlega 11,3 milljörðum kr. eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins en var tæplega 13,2 milljarðar kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Í tilkynningu um uppgjörið segir að arðsemi eiginfjár sé 11,9%,reiknað á ársgrundvelli, sem er í takti við arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins og annarra eigenda. Skattar og opinber gjöld tímabilsins eru áætluð um 4,1 milljarður kr. Heildarafskriftir og eftirgjafir til einstaklinga og fyrirtækja frá stofnun bankans nema um 280 milljörðum króna. Um 17.700 einstaklingar og 2700 fyrirtæki hafa fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum. Heildarstærð efnahagsreiknings í lok september var 679 milljarðar kr. og hefur lítið breyst frá árslokum 2010. Eiginfjárhlutfall í lok september nam 28,8% en það lágmark sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett bankanum er 16%. Eiginfjárhlutfall í árslok 2010 var 26,6%. Lausafjárstaða bankans er sterk. Í lok þriðja ársfjórðungs voru lausafjárhlutföll bankans samkvæmt skilgreiningu FME 43% og 27% en FME gerir kröfu um að þessi hlutföll séu yfir 20% og 5%. "Þetta uppgjör endurspeglar að grunnrekstur bankans er að styrkjast og jafnvægi hefur aukist í rekstri Íslandsbanka. Árið 2011 hefur verið helgað fjárhagslegri endurskipulagningu, bæði fyrirtækja og einstaklinga," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka í tilkynningunni. „Frá því að nýi bankinn var stofnaður hafa um 280 milljarðar króna verið afskrifaðir eða niðurfærðir til 2.700 fyrirtækja og 17.700 einstaklinga sem nú geta horft fram á veginn. Íslandsbanki hefur lagt sitt lóð á vogaskálarnar í enduruppbyggingu fjármálamarkaðarins hér á landi og hefur undanfarið unnið að útgáfu á sértryggðum skuldabréfum í kauphöll Íslands en bankinn er fyrsta fjármálafyrirtækið sem gefur út verðbréf eftir hrun. Að auki náðum við stórum áfanga þegar kaup Íslandsbanka á Byr voru samþykkt en sameiningin er einnig liður í mikilvægri hagræðingu á íslenskum fjármálamarkaði. Með sameiningunni varð til eitt öflugasta fjármálafyrirtæki á Íslandi." Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Hagnaður Íslandsbanka nam rúmlega 11,3 milljörðum kr. eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins en var tæplega 13,2 milljarðar kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Í tilkynningu um uppgjörið segir að arðsemi eiginfjár sé 11,9%,reiknað á ársgrundvelli, sem er í takti við arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins og annarra eigenda. Skattar og opinber gjöld tímabilsins eru áætluð um 4,1 milljarður kr. Heildarafskriftir og eftirgjafir til einstaklinga og fyrirtækja frá stofnun bankans nema um 280 milljörðum króna. Um 17.700 einstaklingar og 2700 fyrirtæki hafa fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum. Heildarstærð efnahagsreiknings í lok september var 679 milljarðar kr. og hefur lítið breyst frá árslokum 2010. Eiginfjárhlutfall í lok september nam 28,8% en það lágmark sem Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett bankanum er 16%. Eiginfjárhlutfall í árslok 2010 var 26,6%. Lausafjárstaða bankans er sterk. Í lok þriðja ársfjórðungs voru lausafjárhlutföll bankans samkvæmt skilgreiningu FME 43% og 27% en FME gerir kröfu um að þessi hlutföll séu yfir 20% og 5%. "Þetta uppgjör endurspeglar að grunnrekstur bankans er að styrkjast og jafnvægi hefur aukist í rekstri Íslandsbanka. Árið 2011 hefur verið helgað fjárhagslegri endurskipulagningu, bæði fyrirtækja og einstaklinga," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka í tilkynningunni. „Frá því að nýi bankinn var stofnaður hafa um 280 milljarðar króna verið afskrifaðir eða niðurfærðir til 2.700 fyrirtækja og 17.700 einstaklinga sem nú geta horft fram á veginn. Íslandsbanki hefur lagt sitt lóð á vogaskálarnar í enduruppbyggingu fjármálamarkaðarins hér á landi og hefur undanfarið unnið að útgáfu á sértryggðum skuldabréfum í kauphöll Íslands en bankinn er fyrsta fjármálafyrirtækið sem gefur út verðbréf eftir hrun. Að auki náðum við stórum áfanga þegar kaup Íslandsbanka á Byr voru samþykkt en sameiningin er einnig liður í mikilvægri hagræðingu á íslenskum fjármálamarkaði. Með sameiningunni varð til eitt öflugasta fjármálafyrirtæki á Íslandi."
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira