Handbolti

Rafmagnslaust í Santos - stelpurnar hita upp í myrkri

Stella og félagar hlaupa nú í myrkrinu.
Stella og félagar hlaupa nú í myrkrinu.
Ástandið í keppnishöllinni í Santos er ekki gott þessa stundina en rafmagnið er farið af Höllinni og íslensku stelpurnar hita því nú upp í myrkri.

Að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu, Sigurðar Elvars Þórólfssonar, er unnið að viðgerð og vonandi næst að koma rafmagni á húsið svo leikurinn fari fram á tilsettum tíma.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem rafmagnið fer af Höllinni síðan mótið byrjaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×