Hagvaxtarspá hækkuð í 2,8% þrátt fyrir óvissu 17. ágúst 2011 09:17 Seðlabankinn spáir því nú að meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það að verkum að gert er ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%. Þetta muni gerast þrátt fyrir verulega óvissu í efnahagsmálum heimsins. Þetta kemur fram í ritinu Peningamál sem kom út í morgun samhliða stýrivaxtaákvörðun bankans. Þar segir að óvissa hafi aukist verulega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur og blikur eru á lofti varðandi alþjóðlegan hagvöxt. Áhyggjur markaðsaðila af mögulegum nýjum samdrætti eftirspurnar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa aukist en spáaðilar gera enn ekki ráð fyrir slíkri þróun. „Áhættan hefur þó aukist sem mun hafa neikvæð áhrif á efnahagsbatann hér á landi ef hún raungerist. Þótt gert sé ráð fyrir sæmilegum útflutningsvexti á næstu tveimur árum, hafa horfur heldur versnað frá því sem spáð var í Peningamálum í apríl," segir í Peningamálum. „Horfur um viðskiptakjör hafa einnig versnað. Meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það hins vegar að verkum að nú er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%. Batinn á vinnumarkaði virðist jafnframt vera meiri en áður var reiknað með. Verðbólga hefur aukist undanfarið og mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa jafnframt versnað töluvert og er nú gert ráð fyrir að verðbólga haldi áfram að aukast og nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar hún verði tæplega 7% að meðaltali í ársfjórðungnum. Meginástæður versnandi verðbólguhorfa eru mun meiri launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum en gert var ráð fyrir í apríl, meiri hækkun húsnæðis- og olíuverðs en áður var spáð, veikara gengi krónunnar, hratt hækkandi verðbólguvæntingar og snarpari viðsnúningur innlendrar eftirspurnar. Eftir sem áður er búist við að áframhaldandi slaki í þjóðarbúskapnum tryggi að verðbólga hjaðni á ný þegar áhrif kostnaðarhækkana taka að fjara út og að hún verði komin í verðbólgumarkmiðið á seinni hluta ársins 2013. Mikil óvissa er hins vegar um hversu viðvarandi þessar kostnaðarhækkanir verða. Einnig er töluverð óvissa um umfang efnahagsslakans og hversu vel hann dugir til að koma í veg fyrir að verðbólga verði þrálátari." Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabankinn spáir því nú að meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það að verkum að gert er ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%. Þetta muni gerast þrátt fyrir verulega óvissu í efnahagsmálum heimsins. Þetta kemur fram í ritinu Peningamál sem kom út í morgun samhliða stýrivaxtaákvörðun bankans. Þar segir að óvissa hafi aukist verulega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum undanfarnar vikur og blikur eru á lofti varðandi alþjóðlegan hagvöxt. Áhyggjur markaðsaðila af mögulegum nýjum samdrætti eftirspurnar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa aukist en spáaðilar gera enn ekki ráð fyrir slíkri þróun. „Áhættan hefur þó aukist sem mun hafa neikvæð áhrif á efnahagsbatann hér á landi ef hún raungerist. Þótt gert sé ráð fyrir sæmilegum útflutningsvexti á næstu tveimur árum, hafa horfur heldur versnað frá því sem spáð var í Peningamálum í apríl," segir í Peningamálum. „Horfur um viðskiptakjör hafa einnig versnað. Meiri vöxtur einka- og samneyslu og kröftugri viðsnúningur atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla gerir það hins vegar að verkum að nú er gert ráð fyrir meiri hagvexti á þessu ári en í apríl eða 2,8% í stað 2,3%. Batinn á vinnumarkaði virðist jafnframt vera meiri en áður var reiknað með. Verðbólga hefur aukist undanfarið og mun hraðar en gert hafði verið ráð fyrir í síðustu spá Seðlabankans. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafa jafnframt versnað töluvert og er nú gert ráð fyrir að verðbólga haldi áfram að aukast og nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar hún verði tæplega 7% að meðaltali í ársfjórðungnum. Meginástæður versnandi verðbólguhorfa eru mun meiri launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum en gert var ráð fyrir í apríl, meiri hækkun húsnæðis- og olíuverðs en áður var spáð, veikara gengi krónunnar, hratt hækkandi verðbólguvæntingar og snarpari viðsnúningur innlendrar eftirspurnar. Eftir sem áður er búist við að áframhaldandi slaki í þjóðarbúskapnum tryggi að verðbólga hjaðni á ný þegar áhrif kostnaðarhækkana taka að fjara út og að hún verði komin í verðbólgumarkmiðið á seinni hluta ársins 2013. Mikil óvissa er hins vegar um hversu viðvarandi þessar kostnaðarhækkanir verða. Einnig er töluverð óvissa um umfang efnahagsslakans og hversu vel hann dugir til að koma í veg fyrir að verðbólga verði þrálátari."
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira