Viðskipti innlent

Óskiljanleg vaxtaákvörðun

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir óskiljanlegt að Seðlabankinn hafi talið nauðsynlegt að hækka stýrivexti.
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir óskiljanlegt að Seðlabankinn hafi talið nauðsynlegt að hækka stýrivexti.
Viðskiptaráð Íslands segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti óskiljanlega. Þó ákvörðunin byggi á spám um hækkandi verðbólgu er hún óskiljanleg í ljósi þess að heimili landsins glíma þegar við þungar byrðar, meðal annars vegna nýlegra kjarasamninga og yfirdrifinna skattahækkana.

 

Í fréttatilkynningu Viðskiptaráðs segir aukinheldur að með slakari horfum um hagvöxt sé „sérstaklega erfitt að réttlæta vaxtahækkun", enda samræmist hún illa markmiðum hins opinbera um að auka hagvöxt. Hún sé þar á ofan illskiljanleg vegna þróunar erlendis á síðustu vikum, hvar órói hefur verið mikill og blikur á lofti.

 

„Seðlabankinn hefur glímt við skort á trúverðugleika vegna forsögu bankans síðustu ár," segir í fréttatilkynningunni, en aðgerðir hans til að bæta ímynd sína mega ekki vera á „kostnað endurreisnar hagkerfisins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×