Viðskipti innlent

Er þegar flutt í annað húsnæði

Ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group hefur öðlast sjálfstætt líf. Fréttablaðið/anton
Ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group hefur öðlast sjálfstætt líf. Fréttablaðið/anton
Icelandair Group ætlar að flytja starfsemi ferðaskrifstofunnar Vita yfir í sjálfstætt dótturfélag um næsta áramót. Fyrirtækið hefur þegar flutt í annað húsnæði.

VITA er vörumerki undir ferðaskrifstofuarmi Icelandair. Það hóf starfsemi árið 2008 og sérhæfir sig í frí- og skemmtiferðum í leiguflugi auk viðskiptaferða í áætlunarflugi. Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningu, að með breytingunni opnist tækifæri fyrir önnur fyrirtæki innan Icelandair Group til vaxtar. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×