Gylfi: Menn búnir að gefast upp á Grikklandi 26. september 2011 12:08 Gylfi Magnússon. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. Skuldakreppan á evrusvæðinu hefur valdið miklum óróa á að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vísitölur í helstu kauphöllum heims lækkuðu mikið í síðustu viku sem varð til þess að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti því yfir að hagkerfi heimsins væri komið á hættulegt stig. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í morgun að innan alþjóðgjaldeyrissjóðsins væru menn að leggja á ráðinn um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Meðal þess sem rætt er um að fjórfalda björgunarsjóð evrusvæðisins, úr tæpum fimm hundruð milljörðum evra í tvö þúsund milljarða evra. Þá er einnig rætt um afskrifa helming allra skulda gríska ríkisins. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að í þessum pakka felist ákveðin uppgjöf gagnvart vanda Grikkja. „Menn hafa greinilega gefist upp að reyna að halda grikklandi á floti án greiðslufalls. Ég held reyndar að það hafi verið óhjákvæmilegt. Kannski er engin frétt í því. Þetta var eitthvað sem allir voru búnir að sjá að myndi gerast fyrr eða síðar. Stóra fréttin í þessu er hins vegar ef mönnum tekst á trúverðugan hátt að draga víglínuna við Grikkland, þannig að Grikkland fari í gegnum þetta þannig að önnur lönd sem menn hafa haft áhyggjur af, Ítalía, Spánn, Portugál, Írland, Belgía og svo framvegis að þau lönd fái þann stuðning sem þau þurfta til að leysa sinn vanda sem einnig er mikill þótt hann sé minni en hjá Grikkjum.“ Evrópskar bankastofnanir munu tapa gríðarlegum fjárhæðum fari svo að skuldir grikkja verði afskrifaðar. Kostnaðurinn gæti að hluta lent á skattgreiðendum í Þýskalandi og Frakklandi. Nýlegar skoðanakannir í Þýskalandi benda hins vegar til þess að kjósendur þar í landi vilja ekki taka á sig meiri byrðar til að leysa skuldavanda Grikkja. „Það er spurning um pólitíska forystu og samstöðu í Evrópu. En auðvitað er það þannig að þó að Þjóðverjum og Frökkum og fleirum þyki þetta hundfúlt þá er það bara kalt mat að þetta sé skárra heldur en að gera ekki neitt og horfa á ekki bara Grikkland fari illa heldur fleiri lönd og þá yrði tapið miklu meira fyrir Þjóðverja og fleiri.“ Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. Skuldakreppan á evrusvæðinu hefur valdið miklum óróa á að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vísitölur í helstu kauphöllum heims lækkuðu mikið í síðustu viku sem varð til þess að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti því yfir að hagkerfi heimsins væri komið á hættulegt stig. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í morgun að innan alþjóðgjaldeyrissjóðsins væru menn að leggja á ráðinn um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Meðal þess sem rætt er um að fjórfalda björgunarsjóð evrusvæðisins, úr tæpum fimm hundruð milljörðum evra í tvö þúsund milljarða evra. Þá er einnig rætt um afskrifa helming allra skulda gríska ríkisins. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að í þessum pakka felist ákveðin uppgjöf gagnvart vanda Grikkja. „Menn hafa greinilega gefist upp að reyna að halda grikklandi á floti án greiðslufalls. Ég held reyndar að það hafi verið óhjákvæmilegt. Kannski er engin frétt í því. Þetta var eitthvað sem allir voru búnir að sjá að myndi gerast fyrr eða síðar. Stóra fréttin í þessu er hins vegar ef mönnum tekst á trúverðugan hátt að draga víglínuna við Grikkland, þannig að Grikkland fari í gegnum þetta þannig að önnur lönd sem menn hafa haft áhyggjur af, Ítalía, Spánn, Portugál, Írland, Belgía og svo framvegis að þau lönd fái þann stuðning sem þau þurfta til að leysa sinn vanda sem einnig er mikill þótt hann sé minni en hjá Grikkjum.“ Evrópskar bankastofnanir munu tapa gríðarlegum fjárhæðum fari svo að skuldir grikkja verði afskrifaðar. Kostnaðurinn gæti að hluta lent á skattgreiðendum í Þýskalandi og Frakklandi. Nýlegar skoðanakannir í Þýskalandi benda hins vegar til þess að kjósendur þar í landi vilja ekki taka á sig meiri byrðar til að leysa skuldavanda Grikkja. „Það er spurning um pólitíska forystu og samstöðu í Evrópu. En auðvitað er það þannig að þó að Þjóðverjum og Frökkum og fleirum þyki þetta hundfúlt þá er það bara kalt mat að þetta sé skárra heldur en að gera ekki neitt og horfa á ekki bara Grikkland fari illa heldur fleiri lönd og þá yrði tapið miklu meira fyrir Þjóðverja og fleiri.“
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira