Viðskipti innlent

DV bjargað fyrir horn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson ritstýra DV.
Feðgarnir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson ritstýra DV.
Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Torfa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra félagsins.

„Þessu mun ljúka annaðhvort seinnipartinn í dag eða í fyrramálið," segir Stefán. Hann segir að núverandi stærstu eigendur félagsins muni leggja því til aukið hlutafé. Hann vill samt ekki segja til um hverjir þeir eru.

Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að DV skuldaði um síðustu áramót um 34 milljónir í opinber gjöld. Sú upphæð var svo komin upp í 70 milljónir í ár, en með nýja hlutafénu virðist vera sem útgáfustarfseminni hafi verið bjargað fyrir horn.

Stefán Torfi segir að blaðið muni koma út áfram. „Við erum buin að vinna að því að sníða reksturinn að því sem hann þarf að vera til að það geti komið út áfram," segir Stefán.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×