Viðskipti innlent

Hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag - helmingu skulda Grikkja afskrifaður

Höskuldur Kári Schram skrifar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópubandalagið íhuga nú að afskrifa um fimmtíu prósent af skuldum gríska ríkisins til að leysa vanda evrusvæðisins. Hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Evrópu hækkuðu eftir að fjölmiðlar greindu frá þessum hugmyndum í morgun.

Fyrri yfirlýsingar leiðtoga Evrópusambandsins um aðgerðir til að leysa skuldavanda Grikklands hafa hingað til ekki borið árangur. Hlutabréfavísitölu lækkuðu verulega í síðustu viku vegna ótta fjárfesta um vandinn gæti stigmagnast og náð til annarra ríkja innan evrusvæðisins.

Breska ríkisútvarpið, bbc, greindi hins vegar frá því í morgun að innan Alþjóðagaldeyrissjóðsins væri nú verið að skoða þær hugmyndir að afskrifa skuldir gríska ríkisins um helming. Þá var einnig uppi sá orðrómur að til greina kæmi að fjórfalda björgunarsjóð evrusvæðiðsins úr rúmum fjögur hundruð milljörðum evra í tvö þúsund milljarða en Wolfgang Schäuble, fjármálráðherra þýskalands, hefur hins vegar vísað þeim sögusögnum á bug.

Forystumenn Evrópusambandsins stefna að því að leggja fram aðgerðarpakkann í lok næsta mánaðar.

Hlutabréfavísitölur í helstu Kauphöllum í Evrópu hækkuðu í dag meðal annars hlutabréf í frönskum og þýskum bönkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×