Viðskipti innlent

Góður gangur í makrílveiðum

Mynd/Getty
Góður gangur er í makrílveiðunum suður af landinu og eru stórir frystitogarar byrjaðir veiðar þar. Brimnes kom til dæmis til Reykjavíkur í morgun með 540 tonn af heilfrystum makríl til manneldis eftir aðeins níu sólarhringa veiðiferð.

Stóru fjölveiðiskipin frysta hluta aflans, en landa hluta hans til vinnslu í landi og er mikil vinna í fiskiðjuverunum á Suður- og Austurlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×