Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Þorbjörn Þórðarson í New York skrifar 9. febrúar 2011 15:45 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á jarðhitaþinginu í morgun. Hann flutti setningarræðuna á þinginu. Mynd/Egill Aðalsteinsson Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. Forsetinn var með setningarræðuna á ráðstefnunni í morgun, en ráðstefnuna sækir fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum. „Það sem er áhugaverðast er að forsetinn skuli ávarpa þessa ráðstefnu. Það segir eitthvað," sagði Karl Gawell, framkvæmdastjóri Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna, (Geothermal Energy Association) sem þakkaði forsetanum fyrir að koma og Íslandsbanka fyrir að eiga mikinn þátt því að ráðstefnan varð að veruleika. Ólafur Ragnar er á eigin vegum í New York og sækir ekki ráðstefnuna í boði Íslandsbanka. Forsetinn sagði að jarðhiti og þekking á nýtingarmöguleikum hans gæti haft grundvallarþýðingu fyrir Bandaríkjamenn ef þeir ætluðu að leggja áherslu á nýja orkugjafa í framtíðinni verða óháðir öðrum með orku. Hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu í samanburði „Ég trúi því mjög staðfastlega að það sem mun hafa mest áhrif á umbreytingu til notkunar nýrra orkugjafa liggi í jarðhitakerfum fyrir íbúðir og heimili," sagði forsetinn. Hann vísaði þar til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í Kína og sagði að Bandaríkjamenn mættu ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Kínverjar væru komnir langt í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Forsetinn rifjaði upp að íslensk fyrirtæki hefðu átt mikinn þátt í uppbyggingu á húshitunarkerfum í Xianyang í Kína. Forsetinn sló á létta strengi og sagði að umræða um hitun húsa með þessari tækni væri sérstaklega viðeigandi núna þar sem kuldinn í New York væri það mikill að í samanburði væri hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu! Við góð viðbrögð fundargesta sem hlógu dátt. Eins stigs frost er í borginni en vegna rakastigsins er kuldinn mun meiri. Þekking á jarðhita haft mikila þýðingu fyrir Ísland „Þriðjung ævi minnar var Ísland ætti fátækasta ríki í Evrópu, en bylting í jarðhitatækni og þekking okkar á þessu sviði hefur haft afar mikla þýðingu fyrir Ísland til að takast á við áfallið sem tengdist fjármálakreppunni. Því þessi þekking og auðlindir gera landið að áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir útlendinga," sagði forsetinn. Og benti á að fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi væru nú að beina sjónum sínum sérstaklega að Íslandi. „Af hverju erum við að jafna okkur hraðar á fjármálakreppunni en aðrar þjóðir? Meðal annars vegna þessarar umbreytingar í orkumálum á fyrri áratugum, sem veitir okkur mikla vörn fyrir áföllum," sagði forsetinn. Og var þar að vísa til þess hversu lítill hluti orku- og húshitunarkostnaður væri í útgjöldum íslenskra heimila. Gott að hafa orkusérfræðing í embætti utanríkisráðherra Forsetinn sagði að Ísland nyti góðs af því að núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, væri fyrrverandi ráðherra orkumála og hefði meiri þekkingu á þessum málum, orku- og jarðhitamálum, en ráðherrar annarra ríkja. Ólafur Ragnar sagði að jöklarnir á Íslandi væru að bráðna hratt. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum væru að gerast mun hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Íbúar á Maldíveyjum vissu þetta betur en aðrir, því loftslagsbreytingar á Norðurslóðum hefðu haft mikil áhrif á skert lífskjör þar. Forsetinn sagði að Íslendingar gætu boðið upp á klæðskerasniðnar lausnir í jarðhitamálum vegna þeirrar tækni sem nú væri í boði þegar kæmi t.d að borunum. Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjunum og Evrópu Ólafur Ragnar sagði að Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjamönnum miðað við hversu langt þeir væru komnir áfram í tilraunum sínum í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Hann sagði að vestrænar þjóðir þyrftu að líta í eigin barm vegna mikillar framþróunar Kínverja. En markmið Kínverjar væri að verða óháðir öðrum orkugjöfum. „Ég átti nýlega samtal við forstjóra Rio Tinto, og þegar við ræddum þessa umbreytingu yfir í hreina orkugjafa í Kína sagði hann að kannski gæti Kína náð þessu markmiði á næstu fimm árum. Ég verð að segja, að ég er efins um þetta, svo ég tel að þetta verði í lok þessa áratugar. En það er athyglisvert að hann skuli telja að Kínverjar muni komast fram úr bæði Bandaríkjamönnum um Evrópuþjóðum í þessum efnum," sagði forsetinn. Hann sagði að þetta væri mikil áminning fyrir þá sem hefðu áhyggjur af valdahlutföllunum í heiminum, þar sem þau væru nátengd því hversu þjóðir væru háðar orku. thorbjorn@stod2.is Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. Forsetinn var með setningarræðuna á ráðstefnunni í morgun, en ráðstefnuna sækir fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum. „Það sem er áhugaverðast er að forsetinn skuli ávarpa þessa ráðstefnu. Það segir eitthvað," sagði Karl Gawell, framkvæmdastjóri Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna, (Geothermal Energy Association) sem þakkaði forsetanum fyrir að koma og Íslandsbanka fyrir að eiga mikinn þátt því að ráðstefnan varð að veruleika. Ólafur Ragnar er á eigin vegum í New York og sækir ekki ráðstefnuna í boði Íslandsbanka. Forsetinn sagði að jarðhiti og þekking á nýtingarmöguleikum hans gæti haft grundvallarþýðingu fyrir Bandaríkjamenn ef þeir ætluðu að leggja áherslu á nýja orkugjafa í framtíðinni verða óháðir öðrum með orku. Hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu í samanburði „Ég trúi því mjög staðfastlega að það sem mun hafa mest áhrif á umbreytingu til notkunar nýrra orkugjafa liggi í jarðhitakerfum fyrir íbúðir og heimili," sagði forsetinn. Hann vísaði þar til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í Kína og sagði að Bandaríkjamenn mættu ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Kínverjar væru komnir langt í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Forsetinn rifjaði upp að íslensk fyrirtæki hefðu átt mikinn þátt í uppbyggingu á húshitunarkerfum í Xianyang í Kína. Forsetinn sló á létta strengi og sagði að umræða um hitun húsa með þessari tækni væri sérstaklega viðeigandi núna þar sem kuldinn í New York væri það mikill að í samanburði væri hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu! Við góð viðbrögð fundargesta sem hlógu dátt. Eins stigs frost er í borginni en vegna rakastigsins er kuldinn mun meiri. Þekking á jarðhita haft mikila þýðingu fyrir Ísland „Þriðjung ævi minnar var Ísland ætti fátækasta ríki í Evrópu, en bylting í jarðhitatækni og þekking okkar á þessu sviði hefur haft afar mikla þýðingu fyrir Ísland til að takast á við áfallið sem tengdist fjármálakreppunni. Því þessi þekking og auðlindir gera landið að áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir útlendinga," sagði forsetinn. Og benti á að fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi væru nú að beina sjónum sínum sérstaklega að Íslandi. „Af hverju erum við að jafna okkur hraðar á fjármálakreppunni en aðrar þjóðir? Meðal annars vegna þessarar umbreytingar í orkumálum á fyrri áratugum, sem veitir okkur mikla vörn fyrir áföllum," sagði forsetinn. Og var þar að vísa til þess hversu lítill hluti orku- og húshitunarkostnaður væri í útgjöldum íslenskra heimila. Gott að hafa orkusérfræðing í embætti utanríkisráðherra Forsetinn sagði að Ísland nyti góðs af því að núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, væri fyrrverandi ráðherra orkumála og hefði meiri þekkingu á þessum málum, orku- og jarðhitamálum, en ráðherrar annarra ríkja. Ólafur Ragnar sagði að jöklarnir á Íslandi væru að bráðna hratt. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum væru að gerast mun hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Íbúar á Maldíveyjum vissu þetta betur en aðrir, því loftslagsbreytingar á Norðurslóðum hefðu haft mikil áhrif á skert lífskjör þar. Forsetinn sagði að Íslendingar gætu boðið upp á klæðskerasniðnar lausnir í jarðhitamálum vegna þeirrar tækni sem nú væri í boði þegar kæmi t.d að borunum. Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjunum og Evrópu Ólafur Ragnar sagði að Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjamönnum miðað við hversu langt þeir væru komnir áfram í tilraunum sínum í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Hann sagði að vestrænar þjóðir þyrftu að líta í eigin barm vegna mikillar framþróunar Kínverja. En markmið Kínverjar væri að verða óháðir öðrum orkugjöfum. „Ég átti nýlega samtal við forstjóra Rio Tinto, og þegar við ræddum þessa umbreytingu yfir í hreina orkugjafa í Kína sagði hann að kannski gæti Kína náð þessu markmiði á næstu fimm árum. Ég verð að segja, að ég er efins um þetta, svo ég tel að þetta verði í lok þessa áratugar. En það er athyglisvert að hann skuli telja að Kínverjar muni komast fram úr bæði Bandaríkjamönnum um Evrópuþjóðum í þessum efnum," sagði forsetinn. Hann sagði að þetta væri mikil áminning fyrir þá sem hefðu áhyggjur af valdahlutföllunum í heiminum, þar sem þau væru nátengd því hversu þjóðir væru háðar orku. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira