Ólafur Ragnar: Lykillinn að sjálfstæði í grænni orku Þorbjörn Þórðarson í New York skrifar 9. febrúar 2011 15:45 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á jarðhitaþinginu í morgun. Hann flutti setningarræðuna á þinginu. Mynd/Egill Aðalsteinsson Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. Forsetinn var með setningarræðuna á ráðstefnunni í morgun, en ráðstefnuna sækir fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum. „Það sem er áhugaverðast er að forsetinn skuli ávarpa þessa ráðstefnu. Það segir eitthvað," sagði Karl Gawell, framkvæmdastjóri Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna, (Geothermal Energy Association) sem þakkaði forsetanum fyrir að koma og Íslandsbanka fyrir að eiga mikinn þátt því að ráðstefnan varð að veruleika. Ólafur Ragnar er á eigin vegum í New York og sækir ekki ráðstefnuna í boði Íslandsbanka. Forsetinn sagði að jarðhiti og þekking á nýtingarmöguleikum hans gæti haft grundvallarþýðingu fyrir Bandaríkjamenn ef þeir ætluðu að leggja áherslu á nýja orkugjafa í framtíðinni verða óháðir öðrum með orku. Hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu í samanburði „Ég trúi því mjög staðfastlega að það sem mun hafa mest áhrif á umbreytingu til notkunar nýrra orkugjafa liggi í jarðhitakerfum fyrir íbúðir og heimili," sagði forsetinn. Hann vísaði þar til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í Kína og sagði að Bandaríkjamenn mættu ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Kínverjar væru komnir langt í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Forsetinn rifjaði upp að íslensk fyrirtæki hefðu átt mikinn þátt í uppbyggingu á húshitunarkerfum í Xianyang í Kína. Forsetinn sló á létta strengi og sagði að umræða um hitun húsa með þessari tækni væri sérstaklega viðeigandi núna þar sem kuldinn í New York væri það mikill að í samanburði væri hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu! Við góð viðbrögð fundargesta sem hlógu dátt. Eins stigs frost er í borginni en vegna rakastigsins er kuldinn mun meiri. Þekking á jarðhita haft mikila þýðingu fyrir Ísland „Þriðjung ævi minnar var Ísland ætti fátækasta ríki í Evrópu, en bylting í jarðhitatækni og þekking okkar á þessu sviði hefur haft afar mikla þýðingu fyrir Ísland til að takast á við áfallið sem tengdist fjármálakreppunni. Því þessi þekking og auðlindir gera landið að áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir útlendinga," sagði forsetinn. Og benti á að fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi væru nú að beina sjónum sínum sérstaklega að Íslandi. „Af hverju erum við að jafna okkur hraðar á fjármálakreppunni en aðrar þjóðir? Meðal annars vegna þessarar umbreytingar í orkumálum á fyrri áratugum, sem veitir okkur mikla vörn fyrir áföllum," sagði forsetinn. Og var þar að vísa til þess hversu lítill hluti orku- og húshitunarkostnaður væri í útgjöldum íslenskra heimila. Gott að hafa orkusérfræðing í embætti utanríkisráðherra Forsetinn sagði að Ísland nyti góðs af því að núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, væri fyrrverandi ráðherra orkumála og hefði meiri þekkingu á þessum málum, orku- og jarðhitamálum, en ráðherrar annarra ríkja. Ólafur Ragnar sagði að jöklarnir á Íslandi væru að bráðna hratt. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum væru að gerast mun hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Íbúar á Maldíveyjum vissu þetta betur en aðrir, því loftslagsbreytingar á Norðurslóðum hefðu haft mikil áhrif á skert lífskjör þar. Forsetinn sagði að Íslendingar gætu boðið upp á klæðskerasniðnar lausnir í jarðhitamálum vegna þeirrar tækni sem nú væri í boði þegar kæmi t.d að borunum. Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjunum og Evrópu Ólafur Ragnar sagði að Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjamönnum miðað við hversu langt þeir væru komnir áfram í tilraunum sínum í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Hann sagði að vestrænar þjóðir þyrftu að líta í eigin barm vegna mikillar framþróunar Kínverja. En markmið Kínverjar væri að verða óháðir öðrum orkugjöfum. „Ég átti nýlega samtal við forstjóra Rio Tinto, og þegar við ræddum þessa umbreytingu yfir í hreina orkugjafa í Kína sagði hann að kannski gæti Kína náð þessu markmiði á næstu fimm árum. Ég verð að segja, að ég er efins um þetta, svo ég tel að þetta verði í lok þessa áratugar. En það er athyglisvert að hann skuli telja að Kínverjar muni komast fram úr bæði Bandaríkjamönnum um Evrópuþjóðum í þessum efnum," sagði forsetinn. Hann sagði að þetta væri mikil áminning fyrir þá sem hefðu áhyggjur af valdahlutföllunum í heiminum, þar sem þau væru nátengd því hversu þjóðir væru háðar orku. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Lykillinn að því að gera Bandaríkin óháð erlendum orkugjöfum gæti legið í jarðhita og grænni orku. Þetta sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þegar hann ávarpaði sérstaka ráðstefnu um fjármögnun jarðhitaverkefna (Geothermal Energy Finance Forum) í New York á vegum Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna og fleiri aðila á Ritz-Carlton hótelinu. Forsetinn var með setningarræðuna á ráðstefnunni í morgun, en ráðstefnuna sækir fjöldi sérfræðinga og forystumanna í jarðhitamálum, bæði frá Bandaríkjunum og öðrum löndum. „Það sem er áhugaverðast er að forsetinn skuli ávarpa þessa ráðstefnu. Það segir eitthvað," sagði Karl Gawell, framkvæmdastjóri Jarðhitasamtaka Bandaríkjanna, (Geothermal Energy Association) sem þakkaði forsetanum fyrir að koma og Íslandsbanka fyrir að eiga mikinn þátt því að ráðstefnan varð að veruleika. Ólafur Ragnar er á eigin vegum í New York og sækir ekki ráðstefnuna í boði Íslandsbanka. Forsetinn sagði að jarðhiti og þekking á nýtingarmöguleikum hans gæti haft grundvallarþýðingu fyrir Bandaríkjamenn ef þeir ætluðu að leggja áherslu á nýja orkugjafa í framtíðinni verða óháðir öðrum með orku. Hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu í samanburði „Ég trúi því mjög staðfastlega að það sem mun hafa mest áhrif á umbreytingu til notkunar nýrra orkugjafa liggi í jarðhitakerfum fyrir íbúðir og heimili," sagði forsetinn. Hann vísaði þar til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í Kína og sagði að Bandaríkjamenn mættu ekki dragast aftur úr í þessum efnum. Kínverjar væru komnir langt í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Forsetinn rifjaði upp að íslensk fyrirtæki hefðu átt mikinn þátt í uppbyggingu á húshitunarkerfum í Xianyang í Kína. Forsetinn sló á létta strengi og sagði að umræða um hitun húsa með þessari tækni væri sérstaklega viðeigandi núna þar sem kuldinn í New York væri það mikill að í samanburði væri hitastigið á Íslandi eins og í Karabíska hafinu! Við góð viðbrögð fundargesta sem hlógu dátt. Eins stigs frost er í borginni en vegna rakastigsins er kuldinn mun meiri. Þekking á jarðhita haft mikila þýðingu fyrir Ísland „Þriðjung ævi minnar var Ísland ætti fátækasta ríki í Evrópu, en bylting í jarðhitatækni og þekking okkar á þessu sviði hefur haft afar mikla þýðingu fyrir Ísland til að takast á við áfallið sem tengdist fjármálakreppunni. Því þessi þekking og auðlindir gera landið að áhugaverðum fjárfestingarkosti fyrir útlendinga," sagði forsetinn. Og benti á að fyrirtæki frá Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi væru nú að beina sjónum sínum sérstaklega að Íslandi. „Af hverju erum við að jafna okkur hraðar á fjármálakreppunni en aðrar þjóðir? Meðal annars vegna þessarar umbreytingar í orkumálum á fyrri áratugum, sem veitir okkur mikla vörn fyrir áföllum," sagði forsetinn. Og var þar að vísa til þess hversu lítill hluti orku- og húshitunarkostnaður væri í útgjöldum íslenskra heimila. Gott að hafa orkusérfræðing í embætti utanríkisráðherra Forsetinn sagði að Ísland nyti góðs af því að núverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, væri fyrrverandi ráðherra orkumála og hefði meiri þekkingu á þessum málum, orku- og jarðhitamálum, en ráðherrar annarra ríkja. Ólafur Ragnar sagði að jöklarnir á Íslandi væru að bráðna hratt. Loftslagsbreytingar á Norðurslóðum væru að gerast mun hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Íbúar á Maldíveyjum vissu þetta betur en aðrir, því loftslagsbreytingar á Norðurslóðum hefðu haft mikil áhrif á skert lífskjör þar. Forsetinn sagði að Íslendingar gætu boðið upp á klæðskerasniðnar lausnir í jarðhitamálum vegna þeirrar tækni sem nú væri í boði þegar kæmi t.d að borunum. Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjunum og Evrópu Ólafur Ragnar sagði að Kínverjar gætu komist fram úr Bandaríkjamönnum miðað við hversu langt þeir væru komnir áfram í tilraunum sínum í umbreytingu yfir í hreina orkugjafa. Hann sagði að vestrænar þjóðir þyrftu að líta í eigin barm vegna mikillar framþróunar Kínverja. En markmið Kínverjar væri að verða óháðir öðrum orkugjöfum. „Ég átti nýlega samtal við forstjóra Rio Tinto, og þegar við ræddum þessa umbreytingu yfir í hreina orkugjafa í Kína sagði hann að kannski gæti Kína náð þessu markmiði á næstu fimm árum. Ég verð að segja, að ég er efins um þetta, svo ég tel að þetta verði í lok þessa áratugar. En það er athyglisvert að hann skuli telja að Kínverjar muni komast fram úr bæði Bandaríkjamönnum um Evrópuþjóðum í þessum efnum," sagði forsetinn. Hann sagði að þetta væri mikil áminning fyrir þá sem hefðu áhyggjur af valdahlutföllunum í heiminum, þar sem þau væru nátengd því hversu þjóðir væru háðar orku. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira