Viðskipti innlent

Áfengissala minnkaði um 5,6% milli ára í janúar

Sala áfengis var 5,6% minni í janúar í ár en í fyrra. Sölubreytingin er mjög mismunandi eftir flokkum. Athygli vekur að hvítvín seldist mun betur nú en í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðunni vínbúðin.is. Þar segir að sala á sterkum drykkjum heldur áfram að dragast saman, bæði í ókrydduðu brennivíni og vodka og blönduðum drykkjum.

Sala á bjór dróst saman um 6,4%, sala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 16% og sala á blönduðum drykkjum hrapaði en hún dróst saman um rúm 24%.

Samtals seldust tæplega 1,1 milljón lítra af áfengi í janúar s.l. á móti rúmlega 1,16 milljón lítrum í sama mánuði í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×