Viðskipti innlent

Iceland Travel velur Skyggni

Iceland Travel, dótturfélag Icelandair Group, hefur valið Skyggni fyrir rekstur á upplýsingatækniumhverfi félagsins.

Í tilkynningu segir að helstu markmið samningsins eru að ná fram aukinni hagkvæmni, skilvirkni og öryggi í rekstri upplýsingatækniumhverfis Iceland Travel.

Iceland Travel sérhæfir sig í móttöku erlendra ferðamanna til Íslands og skipulögðum pakkaferðum til útlanda undir merkjum ferðaskrifstofunnar VITA. Auk þess býður félagið sérhæfðar ferðir fyrir hópa og einstaklinga og skipuleggur ráðstefnur og ýmis konar viðburði. Hjá Iceland Travel og VITA starfa um 85 manns.

"Markmiðið hjá Iceland Travel er að bjóða hágæða þjónustu og fagþekkingu til handa ferðamönnum á samkeppnishæfu verði. Til þess að svo megi þarf félagið meðal annars að reiða sig á á hnökralausan rekstur upplýsingatæknikerfa. Við bindum miklar vonir við samstarfið við Skyggni, einkum með tilliti til gæða og hagkvæmni í rekstri okkar kerfa," segir Þráinn Vigfússon fjármálastjóri Iceland Travel í tilkynningunni.

"Kannanir og reynsla sýna að fyrirtæki geta sparað sér tugi prósenta með því að útvista rekstri sinna upplýsingakerfa. Samningur Iceland Travel felur í sér aðgengi að sérfræðingum Skyggnis með áralanga reynslu og sérþekkingu. Þeir eru alltaf til taks og veita persónulega þjónustu án bakreikninga," segir Magnús Böðvar Eyþórsson framkvæmdastjóri sölu- og lausnasviðs Skyggnis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×