Viðskipti innlent

Nýr aðstoðarforstjóri hjá Icelandic Water

Icelandic Water, sem er í eigu Jóns Ólafssonar, hefur ráðið Roger Barry sem aðstoðarforstjóra á alþjóðdeild fyrirtækisins. Í tilkynningu segir að þetta sé gert til að styrkja stöðu fyrirtækisins á mörkuðum utan Norður Ameríku.

Roger Barry er með yfir 20 ára reynslu úr drykkjarbransanum og hefur meðal annars verið í  stjórnunarstöðum alþjóðaviðskipta fyrir Anheuser-Bush og Coca Cola. Þessi ráðning kemur í kjölfar nýlegrar ráðningar á auglýsingastofunni Team One sem á að styrkja stöðu fyrirtækisins í Norður Ameríku.

Team One, sem er hluti af Saatchi & Saatchi samsteypunni, vinnur fyrir fjölmörg alþjóðleg fyrirtæki og vörumerki og má þar meðal annars nefna Lexus og American Express.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×