Viðskipti innlent

Allt flug Iceland Express á áætlun

Iceland Express vill koma því á framfæri að aðgerðir flugmanna tékkneska flugfélagsins CSA, sem er móðurfélag CSA Holidays sem flýgur fyrir Iceland Express, hafa engin áhrif á starfsemi félagsins. Samtök flugmanna hjá félaginu segja að flugmenn verði hvattir til að taka veikindadaga á næstu dögum til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á stjórnunarstöðum í fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá Iceland Express segir að allt flug félagsins sé á áætlun og flugfélagið hafi verið fullvissað um að aðgerðir flugmanna móðurfélagsins hafi engin áhrif á skuldbindingar CSA Holidays gagnvart Iceland Express.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×