Viðskipti innlent

Byr skrifar undir jafnréttissáttmála

Jón Finnbogason og Inga Dóra Pétursdóttir við undirritun sáttmálans.
Jón Finnbogason og Inga Dóra Pétursdóttir við undirritun sáttmálans.
Á dögunum skrifaði Jón Finnbogason, forstjóri Byrs undir jafnréttissáttmála UNIFEM og UN Global Compact. Með undirskriftinni skuldbindur Byr sig  til að vinna að jafnréttismálum innan fyrirtækisins, sýna þar frumkvæði, samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.

Í tilkynningu segir að þá mun fyrirtækið einsetja sér að vera með fjölbreyttan hóp starfsfólks og reyna í hvívetna að vera fyrirmynd fyrir starfsfólk sitt með því að endurspegla þá samfélagsgerð sem við viljum að starfsmenn, samborgarar og fjölskyldur okkar búi við.

Það er af heilum hug sem Byr skrifar undir sáttmálann enda hefur fyrirtækið lagt sig fram um að haga jafnréttismálum eins og best verður á kosið. Kynjahlutfallið er til að mynda nokkuð jafnt í stjórn fyrirtækisins, framkvæmdastjórn og öðrum stjórnunarstöðum. Samkomulagið hvetur okkur þó til að gera enn betur og mun Byr því þegar hefjast handa við að setja sér skýrar línur í þessum efnum.

Með átakinu, sem sett var af stað 25. nóvember á síðasta ári, vill UNIFEM á Íslandi taka þátt í að hvetja fyrirtæki til þess að styðja Jafnréttissáttmálann í verki. Jafnréttissáttmálinn lýsir sjö viðmiðum sem fyrirtæki og aðrar stofnanir hafa að leiðarljósi til þess að efla konur og auka þátt þeirra í atvinnulífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×