Viðskipti innlent

Hagnaður Landsnets 3,5 milljarðar í fyrra

Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 3.563 milljónir kr. fyrir árið 2010 samanborið við hagnað að fjárhæð 1.471 milljón kr. á árinu 2009.

Í tilkynningu um uppgjörið kemur fram að rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 8.678 milljónum kr. samanborið 9.331 milljónir kr. á fyrra ári og lækkar því um 653 milljónir kr. á milli ára.

Betri afkoma á árinu 2010 í samanburði við fyrra ár stafar að mestu af breytingum í fjármagnsliðum og felst aðallega í lægri verðbólgu á árinu 2010 og nettó gengishagnaði í stað nettó gengistaps árið áður.

Eiginfjárhlutfall í árslok var 16,5% samanborið við 11,3% í lok fyrra árs. Eigið fé í árslok nam 11,6 milljörðum  kr. samanborið við 8,3  milljarða  kr. í lok árs 2009. Heildareignir félagsins í árslok námu 70,5 milljörðum  kr. samanborið við 73,7 milljarða  kr. í lok fyrra árs.

Heildarskuldir námu 58,9  milljörðum kr. samanborið við 65,4  milljarða kr. í lok fyrra árs.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, í árslok nam handbært fé 4.256 milljónum kr. Handbært fé frá rekstri nam 7.360 milljónum kr. árið 2010 samanborið við 7.519 milljónir kr. árið 2009.

Rekstrarhæfi félagsins er mjög gott. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 mun handbært fé frá rekstri standa undir fjárfestingum og afborgunum lána, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×