Viðskipti innlent

Nýr formaður ÍMARK

Guðmundur Arnar Guðmundsson, vörumerkjastjóri Icelandair og pistlahöfundur Markaðarins um tíma, var kjörinn formaður Ímark, félags íslensks markaðsfólks, á aðalfundi félagsins 18. maí síðastliðinn. Hann tók við af Gunnari B. Sigurgeirssyni, markaðsstjóra Ölgerðarinnar.

 

Nokkrar breytingar urðu á stjórninni, en þrír af sex stjórnarmönnum hættu og komu fjórir í þeirra stað. Nýir stjórnarmenn eru Kristján Geir Gunnarsson frá Nóa Síríusi, Friðrik Larsen hjá Háskólanum í Reykjavík, Gísli S. Brynjólfsson úr Hvíta húsinu og Guðrún Einarsdóttir hjá Nova.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×