Viðskipti innlent

Hraðbönkum fækkaði um tuttugu prósent

Notendur einkabanka yfir 245 þúsund talsins.
Notendur einkabanka yfir 245 þúsund talsins. Mynd/Stefán Karlsson.
Hraðbönkum fækkaði í fyrra um fimmtung og þjónustustöðvum banka um 15 prósent. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika.

Færri eru þó um hvern afgreiðslustað hér en gerist og gengur á Norðurlöndum, að meðaltali 2.500 íbúar á hvern þjónustustað, en 3.800 ytra.

 

„Flestir íbúar voru á bak við hvern afgreiðslustað bankanna á höfuðborgarsvæðinu eða tæplega 5.000 íbúar en tífalt færri á bak við bankana á Vestfjörðum eða 475,“ segir í skýrslunni.

 

Jafnframt kemur fram að um síðastliðin áramót hafi notendur einkabanka verið 245.396 og notendur fyrirtækjabanka 58.457. „Vægi heimabanka og notkun vefþjónustu í bankaviðskiptum hefur aukist frá aldamótum eins og kunnugt er og það hefur trúlega létt álagi af þjónustustöðvum bankanna.“ - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×