Viðskipti innlent

Árið byrjar verr en það síðasta

Aukin ferðalög til útlanda gætu leitt til lakari þjónustjafnaðar við útlönd.Fréttablaðið/Valli
Aukin ferðalög til útlanda gætu leitt til lakari þjónustjafnaðar við útlönd.Fréttablaðið/Valli
Þjónustujöfnuður við útlönd var neikvæður um 2,2 milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur á þjónustu nam 58,2 milljörðum, en innflutningur 60,4.

 

„Þetta er lakasta niðurstaða þjónustujafnaðar frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2009, en fyrsti fjórðungur ársins er gjarnan óhagstæðari en aðrir fjórðungar,“ segir í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Sérfræðingar bankans telja þó útlit fyrir að talsverður afgangur verði af slíkum viðskiptum í ár, eins og undanfarin ár.

 

„Afgangur af þjónustuviðskiptum nam 44 milljörðum króna í fyrra og rúmum 39 milljörðum króna árið 2009. Frá aldamótum og fram að hruni var hins vegar jafnan halli á þjónustuviðskiptum við útlönd ár hvert. Við teljum að afgangur af þjónustujöfnuði muni reynast töluverður þetta árið, en þó gæti hann orðið heldur minni en síðustu ár í ljósi þess hversu ferðalög til útlanda hafa aukist að nýju,“ segir Greining Íslandsbanka. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×