Viðskipti innlent

Hagur tryggingafélaga stöðugt að batna

Hagur íslensku tryggingarfélaganna hefur stöðugt farið batnandi á árinu. Þetta sést meðal annars á þróun eigin fjár þeirra.

Í upphafi ársins nam eigið fé tryggingarfélaganna rúmlega 53 milljörðum króna. Í október var það komið í 65 milljarða króna.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að heildareignir félaganna námu 146,6 milljörðum kr. í lok október og hækkuðu um 2,3 milljarða kr. á milli mánaða.

Skuldir félaganna námu 81,5 milljörðum kr. sem er að stærstum hluta vátryggingaskuld eða sem nemur 76,3 milljarða kr.

Eigið fé tryggingafélaga hækkaði um 1,6 milljarða kr. í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×