Viðskipti innlent

Sigurður og Jón Pálmasynir opna IKEA verslun í Litháen

Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir ætla að opna fyrstu IKEA verslunina í Eystrasaltslöndunum en verslunin verður staðsett í Litháen. Bræðurnir eiga fyrir rekstrarfélagið sem rekur IKEA verslunina á Íslandi.

Í frétt um málið á Reuters segir að Litháen verði annað af fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna sálugu sem fær IKEA verslun en slík verslun er þegar til staðar í Rússlandi.

Sigurður Pálmason segir í samtali við Reuters að áætlanir þeirra bræðra gangi út á að verslunin verði opnuð árið 2013 en kostnaðurinn verður um 7 milljarðar kr.

Aðspurður um hvort þeir bræður óttist ekki að ástandið á evrusvæðinu muni hafa áhrif í Litháen segir Sigurður að IKEA hafi gengið vel í kreppunni og hann eigi einnig von á að Litháen muni plumma sig betur en önnur lönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×