Slæmur fyrri hálfleikur varð Íslandi að falli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2011 16:41 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari svekktur á hliðarlínunni í dag. Mynd/Valli Ísland er nánast úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum á HM í Svíþjóð eftir slæmt tap fyrir Spánverjum í dag, 32-24. Það var fyrst og fremst arfaslakur fyrri hálfleikur sem varð Íslandi að falli en staðan að honum loknum var 20-10, Spánverjum í vil. Arpad Sterbik, markvörður Spánverja, fór á kostum í leiknum og varði alls sautján skot. Hann, ásamt gríðarlega sterkum varnarleik Spánverja, gerði það að verkum að íslenska sóknin náði sér aldrei á strik í fyrri hálfleik. Fyrir vikið náðu Spánverjar ítrekað að refsa með mörkum úr hraðaupphlaupum og auðveldum mörkum. Varnarleikurinn byrjaði ágætlega en fljótlega fóru Spánverjarnir að finna glufur á varnarleik Íslands. Hafðar voru góðar gætur á línumanninum Julen Aguinagalde en þá opnaðist fyrir aðra leikmenn sem skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. Það kviknaði örlítil vonarglæta um miðbik síðari hálfleiksins er Ísland náði að minnka muninn í fimm mörk og enn var stundarfjórðungur til leiksloka. Björgvin Páll var frábær á þessum leikkafla og reyndar átti hann mjög góðan síðari hálfleik eftir að hafa dottið niður í þeim fyrri. Ísland fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn í fjögur mörk en Sterbik kom ávallt í veg fyrir það. Hann kom í veg fyrir að Ísland næði að ógna forystu Spánverja svo einhverju máli skipti og það var fyrst og fremst hann sem kláraði þennan leik fyrir þá spænsku. Síðustu mínúturnar voru svo skrautlegar. Strákarnir fengu nokkrar brottvísanir og meira að segja Guðmundur landsliðsþjálfari líka - fyrir að ýta við hornamanninum Garcia. Sá hafði sjálfur ýtt við Guðmundi þegar hann var að reyna að ná boltanum á hliðarlínunni. Fáir náðu sér almennilega á strik í dag. Aron átti fína spretti inn á milli og Alexander skilaði líka sínum mörkum. Ólafur tók meira af skarið en hann hefur gert í síðustu leikjum en það skilaði sér ekki. Strákarnir gerðu einfaldlega of mörg mistök í sóknarleiknum og töpuðu boltanum allt of oft. En það sem gerði útslagið í dag að tíu marka munur í hálfleik var allt of mikill. Það varð Íslandi að falli í dag. Nú verðum við að treysta á að Noregur vinni Frakkland í kvöld og einnig að Þjóðverjir misstígi sig í öðrum sínum leik. Við þurfum svo að vinna Frakka á morgun. Það er vissulega ólíklegt að allt þetta rætist en vonarglætan um sæti í undanúrslitum er enn til. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Spánn. Ísland - Spánn 24-32 (10-20) Mörk Íslands (Skot): Alexander Petersson 5 (10), Aron Pálmarsson 4 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 3/1 (4/1), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (5), Ólafur Stefánsson 3 (5), Ingimundur Ingimundarson 2 (2), Vignir Svavarsson 1 (1), Sverre Jakobsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (2), Arnór Atlason 1 (3).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14/2 (41/2, 34%), Hreiðar Levy Guðmundsson 2 (7, 29%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Aron, Ingimundur, Arnór, Guðjðón Valur, Ólafur, Alexander, Sverre)Fiskuð víti: 1 (Alexander)Brottvísanir: 14 mínútur. Mörk Spánar (Skot): Raúl Entrerríos 6 (6), Eduardo Gurbindo 6 (11), Alberto Entrerríos 5 (8), Julen Aguinagalde 4 (4), Juan Antonio García 4 (8/1), Albert Rocas 2 (2), Viran Morros 1 (1), Roberto García Parrondo 1 (2), Cristian Ugalde 1 (2), Joan Canellas 1 (2), Jose Maria Rodríguez 1 (3), Iker Romero 0 (1/1).Varin skot: Arpad Sterbik 17 (41/1, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Garcia 3, Parrondo, Ugalde, Morros,Gurbindo)Fiskuð víti: 1 (Rocas, Aguinagalde)Brottvísanir: 8 mínútur. Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Ísland er nánast úr leik í baráttunni um sæti í undanúrslitum á HM í Svíþjóð eftir slæmt tap fyrir Spánverjum í dag, 32-24. Það var fyrst og fremst arfaslakur fyrri hálfleikur sem varð Íslandi að falli en staðan að honum loknum var 20-10, Spánverjum í vil. Arpad Sterbik, markvörður Spánverja, fór á kostum í leiknum og varði alls sautján skot. Hann, ásamt gríðarlega sterkum varnarleik Spánverja, gerði það að verkum að íslenska sóknin náði sér aldrei á strik í fyrri hálfleik. Fyrir vikið náðu Spánverjar ítrekað að refsa með mörkum úr hraðaupphlaupum og auðveldum mörkum. Varnarleikurinn byrjaði ágætlega en fljótlega fóru Spánverjarnir að finna glufur á varnarleik Íslands. Hafðar voru góðar gætur á línumanninum Julen Aguinagalde en þá opnaðist fyrir aðra leikmenn sem skoruðu mörk í öllum regnbogans litum. Það kviknaði örlítil vonarglæta um miðbik síðari hálfleiksins er Ísland náði að minnka muninn í fimm mörk og enn var stundarfjórðungur til leiksloka. Björgvin Páll var frábær á þessum leikkafla og reyndar átti hann mjög góðan síðari hálfleik eftir að hafa dottið niður í þeim fyrri. Ísland fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn í fjögur mörk en Sterbik kom ávallt í veg fyrir það. Hann kom í veg fyrir að Ísland næði að ógna forystu Spánverja svo einhverju máli skipti og það var fyrst og fremst hann sem kláraði þennan leik fyrir þá spænsku. Síðustu mínúturnar voru svo skrautlegar. Strákarnir fengu nokkrar brottvísanir og meira að segja Guðmundur landsliðsþjálfari líka - fyrir að ýta við hornamanninum Garcia. Sá hafði sjálfur ýtt við Guðmundi þegar hann var að reyna að ná boltanum á hliðarlínunni. Fáir náðu sér almennilega á strik í dag. Aron átti fína spretti inn á milli og Alexander skilaði líka sínum mörkum. Ólafur tók meira af skarið en hann hefur gert í síðustu leikjum en það skilaði sér ekki. Strákarnir gerðu einfaldlega of mörg mistök í sóknarleiknum og töpuðu boltanum allt of oft. En það sem gerði útslagið í dag að tíu marka munur í hálfleik var allt of mikill. Það varð Íslandi að falli í dag. Nú verðum við að treysta á að Noregur vinni Frakkland í kvöld og einnig að Þjóðverjir misstígi sig í öðrum sínum leik. Við þurfum svo að vinna Frakka á morgun. Það er vissulega ólíklegt að allt þetta rætist en vonarglætan um sæti í undanúrslitum er enn til. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Spánn. Ísland - Spánn 24-32 (10-20) Mörk Íslands (Skot): Alexander Petersson 5 (10), Aron Pálmarsson 4 (9), Snorri Steinn Guðjónsson 3/1 (4/1), Guðjón Valur Sigurðsson 3 (5), Ólafur Stefánsson 3 (5), Ingimundur Ingimundarson 2 (2), Vignir Svavarsson 1 (1), Sverre Jakobsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (2), Arnór Atlason 1 (3).Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14/2 (41/2, 34%), Hreiðar Levy Guðmundsson 2 (7, 29%).Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Aron, Ingimundur, Arnór, Guðjðón Valur, Ólafur, Alexander, Sverre)Fiskuð víti: 1 (Alexander)Brottvísanir: 14 mínútur. Mörk Spánar (Skot): Raúl Entrerríos 6 (6), Eduardo Gurbindo 6 (11), Alberto Entrerríos 5 (8), Julen Aguinagalde 4 (4), Juan Antonio García 4 (8/1), Albert Rocas 2 (2), Viran Morros 1 (1), Roberto García Parrondo 1 (2), Cristian Ugalde 1 (2), Joan Canellas 1 (2), Jose Maria Rodríguez 1 (3), Iker Romero 0 (1/1).Varin skot: Arpad Sterbik 17 (41/1, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Garcia 3, Parrondo, Ugalde, Morros,Gurbindo)Fiskuð víti: 1 (Rocas, Aguinagalde)Brottvísanir: 8 mínútur.
Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira