Iker Romero: Við spiluðum fullkomlega í vörn og sókn Smári Jökull Jónsson í skrifar 24. janúar 2011 17:29 Spánverjar fagna sigri í leiknum. Mynd/AFP Iker Romero leikmaður Spánverja var gríðarlega ánægður eftir 32-24 sigur Spánverja á Íslendingum í dag. Spánverjar leiddu með tíu mörkum í hálfleik og þó svo að Íslendingar hafi náð að minnka muninn í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu. „Við erum virkilega ánægðir. Við bjuggumst aldrei við að vera í þeirri stöðu að vera tíu mörkum yfir í hálfleik gegn Íslandi eða að vinna leikinn með átta mörkum. Nú erum við komnir í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar og við erum gríðarlega ánægðir,“ sagði hinn sterki leikmaður Spánverja í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég hafði aldrei ímyndað mér að staðan í hálfleik skyldi vera eins og hún var. Við spiluðum fullkomlega í vörn og sókn og markvörður okkar spilaði frábærlega sömuleiðis. Við vissum að það yrði nánast ómögulegt að leika jafn vel í síðari hálfleiknum en við unnum með átta mörkum og það er meira en nóg.“ Slakur leikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik kom flestum í opna skjöldu og Romero átti von á jafnari leik. „Við spiluðum einfaldlega of vel. Ég átti frekar von á á því að munurinn yrði 2-3 mörk og að sigurinn gæti dottið hvoru megin. En þessu átti ég ekki von á. Við ræddum í hálfleik að íslenska liðið væri sterkt. Markvörðurinn átti mikið inni frá fyrri hálfleiknum og við áttum alveg eins von á að Ísland myndi ná að minnka muninn töluvert í seinni hálfleiknum, jafnvel niður í þrjú eða fjögur mörk. En Arpad Sterbik í markinu hjá okkur hélt áfram góðum leik sínum í síðari hálfleik, bjargaði nokkrum mikilvægum skotum og við náðum að halda okkar forskoti nokkuð örugglega,“ sagði Romero. Undir lok leiksins áttu Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslendinga og Albert Rocas leikmaður Spánverja í útistöðum sem lauk með því að Guðmundur fékk tveggja mínútna brottvísun. „Nei, það er eðlilegt að menn æsi sig því taugarnar eru þandar. Svona lagað gerist í handbolta og þetta gleymist allt að leik loknum,“ sagði Iker Romero að lokum. Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira
Iker Romero leikmaður Spánverja var gríðarlega ánægður eftir 32-24 sigur Spánverja á Íslendingum í dag. Spánverjar leiddu með tíu mörkum í hálfleik og þó svo að Íslendingar hafi náð að minnka muninn í síðari hálfleik var sigurinn aldrei í hættu. „Við erum virkilega ánægðir. Við bjuggumst aldrei við að vera í þeirri stöðu að vera tíu mörkum yfir í hálfleik gegn Íslandi eða að vinna leikinn með átta mörkum. Nú erum við komnir í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar og við erum gríðarlega ánægðir,“ sagði hinn sterki leikmaður Spánverja í samtali við Vísi að leik loknum. „Ég hafði aldrei ímyndað mér að staðan í hálfleik skyldi vera eins og hún var. Við spiluðum fullkomlega í vörn og sókn og markvörður okkar spilaði frábærlega sömuleiðis. Við vissum að það yrði nánast ómögulegt að leika jafn vel í síðari hálfleiknum en við unnum með átta mörkum og það er meira en nóg.“ Slakur leikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik kom flestum í opna skjöldu og Romero átti von á jafnari leik. „Við spiluðum einfaldlega of vel. Ég átti frekar von á á því að munurinn yrði 2-3 mörk og að sigurinn gæti dottið hvoru megin. En þessu átti ég ekki von á. Við ræddum í hálfleik að íslenska liðið væri sterkt. Markvörðurinn átti mikið inni frá fyrri hálfleiknum og við áttum alveg eins von á að Ísland myndi ná að minnka muninn töluvert í seinni hálfleiknum, jafnvel niður í þrjú eða fjögur mörk. En Arpad Sterbik í markinu hjá okkur hélt áfram góðum leik sínum í síðari hálfleik, bjargaði nokkrum mikilvægum skotum og við náðum að halda okkar forskoti nokkuð örugglega,“ sagði Romero. Undir lok leiksins áttu Guðmundur Guðmundsson þjálfari Íslendinga og Albert Rocas leikmaður Spánverja í útistöðum sem lauk með því að Guðmundur fékk tveggja mínútna brottvísun. „Nei, það er eðlilegt að menn æsi sig því taugarnar eru þandar. Svona lagað gerist í handbolta og þetta gleymist allt að leik loknum,“ sagði Iker Romero að lokum.
Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Sjá meira