Handbolti

Átta lið hafa lokið keppni á HM í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ástralinn Bevan Calvert í baráttu í leik gegn Alsír á HM í Svíþjóð.
Ástralinn Bevan Calvert í baráttu í leik gegn Alsír á HM í Svíþjóð. Nordic Photos / AFP

Um helgina var spilað um átta neðstu sætin á HM í handbolta og hafa þau lið því lokið keppni á mótinu.

Þau tvö lið sem urðu í neðstu tveimur sætum í B-riðlinum, riðli Íslands, komu ágætlega úr þeirri keppni.

Austurríki varð í 17. sæti eftir að hafa tapað fyrir Slóvakíu, 39-35, í leik um sextánda sæti mótsins.

Þá varð Brasilía í 21. sæti eftir sigur á Síle, 28-18.

Ástralía varð í neðsta sæti mótsins en liðið tapaði öllum leikjunum sínum í Svíþjóð, nú síðast fyrir Barein, 33-23.

Hér má sjá úrslitin í leikjum um neðstu sæti mótsins:

Leikur um 23. sætið: Ástralía - Barein 23-33

Leikur um 21. sætið: Síle - Brasilía 18-28

Leikur um 19. sætið: Túnis - Rúmenía 29-30

Leikur um 17. sætið: Austurríki - Slóvakía 35-39

Fjögur lið til viðbótar munu spila sinn síðasta leik á mótinu í dag:

Leikur um 15. sætið: Japan - Alsír kl. 17.00

Leikur um 13. sætið: Egyptaland - Suður-Kórea

Viðureign Egypta og Suður-Kóreu er úrslitaleikur um hinn svokallaða Forsetabikar IHF.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×