Sturla: Úrslitaleikur fyrir bæði lið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2011 13:20 Ólafur Stefánsson í leiknum um helgina. Mynd/Valli Sturla Ásgeirsson, einn sérfræðinga Vísis um HM í handbolta, þorir varla að spá fyrir um úrslit leiksins gegn Spánverjum í dag. „Þetta verður erfiður leikur. Ég sá hluta af leik Spánar og Frakklands og þeir spænsku voru nokkuð segir í þeim leik. Ég var búinn að afskrifa þá en þá komu þeir til baka og náðu jafntefli með ótrúlegri seiglu," sagði Sturla. Líklegast er að Frakkland muni fara áfram í undanúrslitin og leikurinn í dag er því afar þýðingamikill. „Þetta er úrslitaleikur fyrir bæði lið en ég vona að við verðum betur stemmdir fyrir þennan leik en við vorum gegn Þýskalandi um helgina." Ísland tapaði á laugardaginn sínum fyrsta leik á HM er strákarnir okkar mættu Þjóðverjum. „Þetta hefur verið þvílíkt kjaftshögg fyrir strákana og ég vona að þetta hafi kveikt enn meira í mönnum. Við erum núna komnir út í horn og verðum að vinna næstu leiki. Ég held að strákarnir séu búnir að þjappa sér saman og hafi nýtt frídaginn vel. Nú er spurning hversu mikið það hefur gefið okkur." „En ég þori varla að spá fyrir um úrslit leiksins. Ég átti alls ekki von á því að við myndum tapa fyrir Þýskalandi og ég hætti að horfa þegar það voru enn fimm mínútur eftir af leiknum. Þetta var hræðilegt - hugmyndasnautt og erfitt." „En ég tel að við getum gengið út í spænsku skytturnar. Þeir eru frekar hægir. Við þurfum samt að loka á línumanninn þeirra sem er frábær. Við þurfum líka að ná upp góðu flæði í sóknarleiknum og hann þarf að vera miklu betri en hann var í leiknum um helgina." Sturla bendir á að yfirleitt hafi okkur gengið vel í leikjum þar sem allt er undir. Ísland vann Danmörku á EM í Austurríki í fyrra og sömuleiðis frægan sigur á Frökkum á HM 2007. „Ef að stemningin verður í botni hjá okkur þá vinnum við þennan leik. Við þurfum að fá frábæran varnarleik og góða markvörslu. Hornamennirnir þurfa einnig að koma vel inn í leikinn og þá fáum við mörk sem mun gefa okkur sjálfstraust." Sturla var í liðinu sem vann til bronsverðlauna á EM í fyrra og einnig í silfurliðinu í Peking. Hann þekkir því vel til þess hvernig liðið undirbýr sig fyrir svo mikilvæga leiki. „Núna er hver og einn að undirbúa sig á þann hátt sem hann vill. Allir fundir eru búnir og menn eru að gera það sem þeim hentar." „Það er yfirleitt nokkuð rólegt í klefanum fyrir leik og menn að einbeita sér að leiknum. Svo í lok upphitunarinnar fara menn að berja hverja aðra áfram og rífa þetta í gang." „Svo mun Gummi koma með sína ræðu og koma leikmönnum í rétta gírinn fyrir leikinn. Óli mun líka koma með sína punkta og það ætti að vera nóg til að kveikja í mönnum við þessar aðstæður. Svo er bara að vona það besta." Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Sturla Ásgeirsson, einn sérfræðinga Vísis um HM í handbolta, þorir varla að spá fyrir um úrslit leiksins gegn Spánverjum í dag. „Þetta verður erfiður leikur. Ég sá hluta af leik Spánar og Frakklands og þeir spænsku voru nokkuð segir í þeim leik. Ég var búinn að afskrifa þá en þá komu þeir til baka og náðu jafntefli með ótrúlegri seiglu," sagði Sturla. Líklegast er að Frakkland muni fara áfram í undanúrslitin og leikurinn í dag er því afar þýðingamikill. „Þetta er úrslitaleikur fyrir bæði lið en ég vona að við verðum betur stemmdir fyrir þennan leik en við vorum gegn Þýskalandi um helgina." Ísland tapaði á laugardaginn sínum fyrsta leik á HM er strákarnir okkar mættu Þjóðverjum. „Þetta hefur verið þvílíkt kjaftshögg fyrir strákana og ég vona að þetta hafi kveikt enn meira í mönnum. Við erum núna komnir út í horn og verðum að vinna næstu leiki. Ég held að strákarnir séu búnir að þjappa sér saman og hafi nýtt frídaginn vel. Nú er spurning hversu mikið það hefur gefið okkur." „En ég þori varla að spá fyrir um úrslit leiksins. Ég átti alls ekki von á því að við myndum tapa fyrir Þýskalandi og ég hætti að horfa þegar það voru enn fimm mínútur eftir af leiknum. Þetta var hræðilegt - hugmyndasnautt og erfitt." „En ég tel að við getum gengið út í spænsku skytturnar. Þeir eru frekar hægir. Við þurfum samt að loka á línumanninn þeirra sem er frábær. Við þurfum líka að ná upp góðu flæði í sóknarleiknum og hann þarf að vera miklu betri en hann var í leiknum um helgina." Sturla bendir á að yfirleitt hafi okkur gengið vel í leikjum þar sem allt er undir. Ísland vann Danmörku á EM í Austurríki í fyrra og sömuleiðis frægan sigur á Frökkum á HM 2007. „Ef að stemningin verður í botni hjá okkur þá vinnum við þennan leik. Við þurfum að fá frábæran varnarleik og góða markvörslu. Hornamennirnir þurfa einnig að koma vel inn í leikinn og þá fáum við mörk sem mun gefa okkur sjálfstraust." Sturla var í liðinu sem vann til bronsverðlauna á EM í fyrra og einnig í silfurliðinu í Peking. Hann þekkir því vel til þess hvernig liðið undirbýr sig fyrir svo mikilvæga leiki. „Núna er hver og einn að undirbúa sig á þann hátt sem hann vill. Allir fundir eru búnir og menn eru að gera það sem þeim hentar." „Það er yfirleitt nokkuð rólegt í klefanum fyrir leik og menn að einbeita sér að leiknum. Svo í lok upphitunarinnar fara menn að berja hverja aðra áfram og rífa þetta í gang." „Svo mun Gummi koma með sína ræðu og koma leikmönnum í rétta gírinn fyrir leikinn. Óli mun líka koma með sína punkta og það ætti að vera nóg til að kveikja í mönnum við þessar aðstæður. Svo er bara að vona það besta."
Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn