Viðskipti innlent

Íslandspóstur tapar 209 milljónum vegna fækkunar bréfa

Bréfberi. Myndin er úr safni.
Bréfberi. Myndin er úr safni.
Afkoma Íslandspósts fyrstu sex mánuði ársins 2011 var neikvæð um 209 milljónir króna samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti.

Þar kemur einnig fram að rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var jafnframt neikvæð um 56 milljónir króna.

Hina neikvæðu afkomu má fyrst og fremst rekja til minnkandi tekna vegna fækkunar bréfa í þeim hluta rekstrar Íslandspósts, sem tilheyrir einkarétti, að því er greinir frá í tilkynningunni.

Svo segir orðrétt:

„Á undanförnum árum hefur Íslandspóstur brugðist við minnkandi bréfamagni með ýmsum hagræðingaraðgerðum. Helstu aðgerðir, sem fyrirhugaðar voru á þessu ári, varða breytingar á viðskiptaskilmálum og dreifikerfi, sem ætlað er að bæta afkomu í einkarétti verulega.  Frá miðju sumri 2010 hafa nýir viðskiptaskilmálar Íslandspósts verið til umfjöllunar hjá Póst- og fjarskiptastofnun og er afgreiðslu þeirra að vænta innan tíðar.

Innleiðing á nýju fyrirkomulagi við dreifingu bréfapósts, sem hefur verulega hagræðingu í för með sér, hefur tafist vegna kærumála, en þau eru nú öðru sinni til umfjöllunar hjá Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×