Viðskipti innlent

Ástand úthafsrækjunar fer versnandi

Ástand úthafsrækjustofnsins hefur versnað frá síðasta ári, samkvæmt stofnmælingum í árlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar í júlímánuði fyrir norðan og austan land. Rækjustofninn mældist enn lítill og hafði veiðistofnsvísitala úthafsrækju lækkað um 15% frá því í fyrra. Stofnunin telur aukna þorskgengd inn á svæðið geta skýrt versnandi ástand rækustofnsins.

Mikið fékkst af þorski í leiðangrinum og einnig sást meira af grálúðu en báðar tegundirnar éta rækju og geta haft mikil áhrif á ástand rækjustofnsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×