Viðskipti innlent

Útboð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu hefst í ágúst

Nordicphotos/Getty
Önnur tilraun til útboðs vegna olíuleitar á Drekasvæðinu hefst í ágúst næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Eins og segir í tilkynningunni er mikil undirbúningsvinna nauðsynleg fyrir svona stórt verkefni og í byrjun júní verður fundur í Stavangri í Noregi með helstu olíufyrirtækjum þar sem útboðið verður kynnt.

„Samskonar útboð fór fram á árinu 2009 og frómt frá sagt heppnaðist það ekki sem skyldi. Við höfum lært margt af fyrra útboðinu og fyrir Alþingi liggja breytingar á íslenskri löggjöf sem miða að því að hér sé traust og samkeppnishæft lagalegt umhverfi," segir einnig.

Þó að olíuleit í íslenskri efnahagslögsögu sé vissulega spennandi kostur vill ráðuneytið taka skýrt fram að það sé langur vegur í það að Ísland sæki um aðild að OPEC. Fyrst þurfi að finna olíu, hún þarf að vera í nægjanlegu magni o.s.frv.

„En miði er þó alltaf möguleiki!", segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×