Viðskipti innlent

Launavísitalan hækkað um 7,8 prósent síðasta árið

Launavísitala í júlí 2011 er 409,1 stig og hækkaði um 1,0% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Vísitala kaupmáttar launa í júlí 2011 er 110,5 stig og hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,6%.

Í launavísitölu júlí mánaðar gætir áhrifa hækkana sem kveðið var á um í nýgerðum kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði.

Þá komu til framkvæmda kjarasamningar nokkurra stéttarfélaga opinberra starfsmanna við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Í þeim var kveðið á um almenna hækkun launataxta um 4,25% þann 1. júlí.

Auk þess var kveðið á um sérstaka 50.000 króna eingreiðslu sem kom til útborgunar í júlí 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×