Viðskipti innlent

Verulega dregur úr afgangi af vöruskiptum

Verulega hefur dregið úr afgangi á vöruskiptum landsins í júní miðað við sama mánuði í fyrra. Samdrátturinn nemur tæpum 7 milljörðum kr.

Bráðabirgðatölur sýna að verðmæti útflutnings í júnímánuði nam 44,9 milljörðum króna og verðmæti innflutnings 43,1 milljarði króna. Vöruskipti í júní voru því hagstæð um 1,8 milljarða króna samkvæmt þessum bráðabirgðatölum. Í júní í fyrra voru vöruskiptin hinsvegar hagstæð um 8,7 milljarða kr.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að endanlegar tölur um vöruskipti við útlönd í júní verða birtar 5. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×