Viðskipti innlent

Nýherji sýndarvæðir hjá Air Atlanta

Gnúpur Halldórsson,yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Air Atlanta, Guðmundur A. Þórðarson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja, og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri tæknisviðs.
Gnúpur Halldórsson,yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Air Atlanta, Guðmundur A. Þórðarson, lausnaráðgjafi hjá Nýherja, og Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri tæknisviðs.
Nýherji hefur lokið við að sýndarvæða upplýsingatækniumhverfi flugfélagsins Air Atlanta. Sýndarvæðingarlausnin felur í sér lækkun á rekstrarkostnaði, svo sem í rafmagnssparnaði fyrir hátt í 2 milljónir kr. á ári. Þá er fjárbinding í vélbúnaði lægri og rými undir upplýsingatæknibúnað félagsins er mun minna en áður.

Í tilkynningu segir að Innleiðingin nær til netkerfa, netþjóna, miðlægrar gagnageymslu, öryggisþátta og sértækra kerfa í höfuðstöðvum þess á Íslandi og á útstöðvarneti þess erlendis.

“Það var komið að þeim tímapunkti í rekstri okkar að endurnýjunar var þörf á ýmsum vélbúnaði og kerfum. Við vildum einnig nota tækifærið og komast í þær aðstæður að einfalda rekstrarumhverfi okkar, auka rekstraröryggi og bæta þjónustu við notendur kerfa.

Með því að velja VMware sýndarvæðingarlausn frá Nýherja náðum við ekki bara fram sparnaði í rafmagni heldur líka minna rými undir búnaðinn. Við fækkuðum netþjónaskápum úr fimm í einn og kæliþörf varð minni. Flækjustig í rekstri minnkaði, það dró úr vélbúnaðarkaupum og uppsetning á nýjum netþjónum er framkvæmd á mun styttri tíma,” segir Gnúpur Halldórsson yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Air Atlanta.

Air Atlanta sérhæfir sig í leiguverkefnum og á vegum þess starfa um 1.100 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×