Englandsbanki segir tölvudómsdag vera ógn 8. júlí 2011 13:32 Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira