Viðskipti innlent

Reitir II töpuðu 572 milljónum á fyrri helmingi ársins

Tap Reita II ehf. á fyrri árshelmingi ársins nam 572 milljónum króna samanborið við 375 milljón króna tap á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu segir að horfur fyrir síðari árshelming ársins séu ágætar en vænta má að fjármagnsliðir haldi áfram að vera félaginu þungur baggi meðan verðbólga er mikil.

Heildareignir námu rúmum 21 milljarði króna þann 30. júní s.l. og jukust lítillega frá áramótum.  Eigið fé félagsins nam tæpum 2,7 milljörðum króna á sama tíma.  Reitir II er í 100% eigu Reita fasteignafélags hf. Félagið á og rekur 18 fasteignir á Íslandi.

Reitir var stofnað á grunni Landic Propertys árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×