Viðskipti innlent

Ísland nógu ríkt samfélag fyrir sómasamlega framfærslu

Guðbjartur Hannesson segir viðmiðin ekki endanlegan mælikvarða á hvað sé hæfileg neysla
Guðbjartur Hannesson segir viðmiðin ekki endanlegan mælikvarða á hvað sé hæfileg neysla Mynd: Pjetur
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti ný neysluviðmið í ráðuneytinu fyrir stundu. „Ísland er nógu ríkt samfélag til að hafa sómasamlega framfærslu til allra og er í dag tekið mikilvægt skref í þá átt. Viðmiðin eiga samt ekki að vera endanlegur mælikvarði á hvað sé hæfileg neysla eða dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfa til að framfleyta sér," sagði Guðbjartur við þetta tilefni.

Í skýrslu um ný neysluviðmið er fjallað um þrískipt viðmið; dæmigert viðmið, skammtímaviðmið og grunnviðmið.

Tökum tilbúið dæmi af hjónum með tvö börn.

Dæmigert viðmið: 617.610 krónur.

Miðað er við að fjölskyldan búi í eigin húsnæði. Annað barnið er í leikskóla en hitt í grunnskóla, grunnskólaneminn nýtir sér bæði skólamáltíðir og frístundavistun.

Sammtímaviðmið: 447.544 krónur

Miðað er við að fjölskyldan geti dregið úr neyslu og frestað ákveðnum útgjaldaliðum í allt að 9 mánuði.

Grunnviðmið: 286.365 krónur.

Miðað er við lágmarksútgjöld í ákveðnum útgjaldaflokkum. Undanskilinn er kostnaður við húsnæði og bifreiðar.

Reiknivél verður opnuð á vef ráðuneytisins eftir fundinn þar sem hver og einn getur sett inn eigin forsendur og reiknað út eigin neysluviðmið.

Vefslóðin er: Velferðarráðuneyti.is/neysluviðmið










Fleiri fréttir

Sjá meira


×