FME gerir athugasemdir við auglýsingu MP banka 21. júlí 2011 06:56 Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við auglýsingu frá MP banka þar sem bankinn tíundar ágæti eignastýringar sinnar en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í maí síðastliðnum. Í niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins segir m.a. að framsetning auglýsingarinnar gefi sterklega til kynna að auglýstur árangur sé fyrir alla eignastýringu MP banka en ekki einungis eina af þeim fjárfestingarleiðum sem eru í boði. Þá sé lítt áberandi að fyrirvari um að árangur í fortíðinni gefi ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og að ekki komi skýrt fram að um nafnávöxtun sé að ræða. Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins þar sem segir að eftirlitið tók til athugunar framsetningu auglýsingar eignastýringar MP banka hf. sem birt var í Fréttablaðinu þann 23. maí 2011. Kveðið er á um almenna upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina og hugsanlegra viðskiptavina á sviði verðbréfaviðskipta í lögum um verðbréfaviðskipti. Fram kemur í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem síðar varð að núgildandi lögum um verðbréfaviðskipti að tilgangur reglna um upplýsingagjöf til viðskiptavina og hugsanlegra viðskiptavina sé m.a. neytendavernd almennra fjárfesta. Þessi neytendavernd á m.a. að tryggja að almennur fjárfestir hafi aðgang að greinargóðum upplýsingum til að geta tekið upplýsta ákvörðun sem varðar fjárhagslega framtíð hans. Fjármálaeftirlitið skoðaði framsetningu umræddrar auglýsingar MP banka hf. m.a. með þennan yfirlýsta tilgang að leiðarljósi. Fjármálaeftirlitið gerði m.a. eftirfarandi athugasemdir við umrædda auglýsingu: Að framsetning auglýsingarinnar gefi sterklega til kynna að auglýstur árangur sé fyrir alla eignastýringarþjónustu MP banka hf. en ekki einungis eina af þeim fjárfestingarleiðum sem eru í boði á vegum þess en hið síðarnefnda kemur einungis fram í neðanmálsgrein. Hvorki koma fram skýringar á því hvað felst í því að velja mismunandi leiðir né hversu margar þær eru. Að fyrirvari um að tölur vísi til fortíðar og að árangur í fortíð gefi ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur sé ekki eins áberandi og gert er ráð fyrir í lögum og viðeigandi reglum. Að misvægi í sýnileika milli upplýsinga um ávinning annars vegar og áhættu hins vegar dragi úr gildi viðvarananna og upplýsi ekki almenna fjárfesta á sanngjarnan hátt um hugsanlega áhættu sem falist geti í því að nýta eignastýringarþjónustu MP banka hf. Að ekki komi skýrt fram að um nafnávöxtun sé að ræða. Að í umræddri auglýsingu komi ekki fram áhrif af umboðslaunum, þóknunum eða öðrum gjöldum á heildarárangur eignastýringarþjónustu bankans. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert margvíslegar athugasemdir við auglýsingu frá MP banka þar sem bankinn tíundar ágæti eignastýringar sinnar en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í maí síðastliðnum. Í niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins segir m.a. að framsetning auglýsingarinnar gefi sterklega til kynna að auglýstur árangur sé fyrir alla eignastýringu MP banka en ekki einungis eina af þeim fjárfestingarleiðum sem eru í boði. Þá sé lítt áberandi að fyrirvari um að árangur í fortíðinni gefi ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og að ekki komi skýrt fram að um nafnávöxtun sé að ræða. Fjallað er um málið á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins þar sem segir að eftirlitið tók til athugunar framsetningu auglýsingar eignastýringar MP banka hf. sem birt var í Fréttablaðinu þann 23. maí 2011. Kveðið er á um almenna upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja til viðskiptavina og hugsanlegra viðskiptavina á sviði verðbréfaviðskipta í lögum um verðbréfaviðskipti. Fram kemur í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem síðar varð að núgildandi lögum um verðbréfaviðskipti að tilgangur reglna um upplýsingagjöf til viðskiptavina og hugsanlegra viðskiptavina sé m.a. neytendavernd almennra fjárfesta. Þessi neytendavernd á m.a. að tryggja að almennur fjárfestir hafi aðgang að greinargóðum upplýsingum til að geta tekið upplýsta ákvörðun sem varðar fjárhagslega framtíð hans. Fjármálaeftirlitið skoðaði framsetningu umræddrar auglýsingar MP banka hf. m.a. með þennan yfirlýsta tilgang að leiðarljósi. Fjármálaeftirlitið gerði m.a. eftirfarandi athugasemdir við umrædda auglýsingu: Að framsetning auglýsingarinnar gefi sterklega til kynna að auglýstur árangur sé fyrir alla eignastýringarþjónustu MP banka hf. en ekki einungis eina af þeim fjárfestingarleiðum sem eru í boði á vegum þess en hið síðarnefnda kemur einungis fram í neðanmálsgrein. Hvorki koma fram skýringar á því hvað felst í því að velja mismunandi leiðir né hversu margar þær eru. Að fyrirvari um að tölur vísi til fortíðar og að árangur í fortíð gefi ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur sé ekki eins áberandi og gert er ráð fyrir í lögum og viðeigandi reglum. Að misvægi í sýnileika milli upplýsinga um ávinning annars vegar og áhættu hins vegar dragi úr gildi viðvarananna og upplýsi ekki almenna fjárfesta á sanngjarnan hátt um hugsanlega áhættu sem falist geti í því að nýta eignastýringarþjónustu MP banka hf. Að ekki komi skýrt fram að um nafnávöxtun sé að ræða. Að í umræddri auglýsingu komi ekki fram áhrif af umboðslaunum, þóknunum eða öðrum gjöldum á heildarárangur eignastýringarþjónustu bankans.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira