Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 18:30 Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira
Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Sjá meira