Bein tenging krónu og evru verði skoðuð 27. október 2011 05:00 forsetinn Gylfi Arnbjörnsson sagði líkur á að kaupmáttarforsendur kjarasamninga myndu standa, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Endurskoðun kjarasamninga fer fram í janúar.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stefnu í peninga- og verðlagsmálum vera lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs og endurheimt fyrri lífskjara. Hann vill skoða hvort fara eigi í milliliðalausar viðræður við forystumenn helstu ríkja Evrópu um styrkingu gjaldmiðilsins, jafnvel að tengja krónuna beint við evru. Skoða þarf hvort stuðningur fæst frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og norrænu ríkjunum við slíka tengingu. „Þannig gæti almenningur og fyrirtæki fyrr notið þeirra vaxtalækkana og stöðugleika sem við þurfum á að halda,“ segir Gylfi. Gylfi hélt ræðu á formannafundi ASÍ í gær. Þar sagði hann ýmislegt hafa áunnist eftir hrun. Tekist hefði að verja kaupmátt þeirra tekjulægstu og með kjarasamningum í vor hefði uppbygging kaupmáttar almennra launamanna hafist. Mikilvægar réttarbætur hefðu náðst fyrir fólk í miklum greiðsluerfiðleikum og tekist hefði að verja viðkvæmustu hluta heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfisins, þótt óhjákvæmilegur niðurskurður hefði komið við alla landsmenn. Þá hefði, öfugt við þróun í öðrum löndum, tekist að lengja réttinn til atvinnuleysisbóta tímabundið í fjögur ár. „Það sem ekki hefur tekist á þessari vegferð er að koma gangverki atvinnulífsins í gang, að skapa störf og auka tekjur okkar félagsmanna.“ Gylfi sagði allar líkur á því að kaupmáttarákvæði kjarasamninga næðust, en reyna myndi á gengis- og verðlagsforsendur. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hélt erindi á fundinum. Hún sagði fjölmargt hafa áunnist frá hruni og þar bæri hæst viðsnúning á ríkisfjármálum. Árið 2008 hefði verið 222 milljarða króna halli á ríkissjóði en á næsta ári yrði 40 milljarða króna afgangur. Þetta væri viðsnúningur upp á 260 milljarða sem hefði að mestu, eða 54 prósentum, náðst með samdrætti í útgjöldum. Forsætisráðherra sagði risavaxin verkefni blasa við. Stærsta umbótaverkefnið fram undan væri umsókn að Evrópusambandinu. Þá væri mikilvægt að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggja það að þjóðin nyti arðs af auðlindum sínum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira