Viðskipti innlent

Skuldabréfaútgáfa sýni að Ísland sé að ná sér vel á strik

Financial Times segir að verði fyrirhuguð skuldabréfaútgáfa íslenska ríkisins árangursrík myndi slíkt sýna að Ísland sé að ná sér vel á strik eftir fjármálakreppuna.

Auk þess myndi góð niðurstaða úr útgáfunni styrkja opinber fjármál Íslands nú þegar líður að lokum efnahagsáætlunnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og landsins.

Eins og fram kom í fréttum í gær ætlar ríkið að fara í útgáfu skuldabréfa á alþjóðamörkuðum upp á allt að einum milljarði dollara eða tæplega 114 milljarða króna en bréfin verða til fimm ára.

Financial Times segir að væntanlega verði bréfin með 3,25% álagi ofan á vexti af bandarískum ríkisskuldabréfum sem þýddi að vextir á þeim yrðu rétt rúmlega 5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×