Viðskipti innlent

Vigri vekur athygli í slippnum í Reykjavík

Undanfarna daga hefur togarinn Vigri RE 71 verið í slipp í Reykjavík og hefur skipið dregið að sér athygli gesta og gangandi enda tígulegt á að líta að því er segir á vefsíðu Faxaflóahafna. 

Vigri er stærsta og þyngsta skipið sem hægt er að taka upp í Norðurbrautina og segja má að það líða mörg ár á milli þess að sjá má upptöku af þessari stærðargráðu.

Þegar Reykjavíkurhöfn yfirtók slippana í Reykjavík á árinu 1995 og fór í endurbætur og styrkingar á mannvirkjum og búnaði þá var upptökugeta brautar endurmetin og einmitt þetta skip, Vigri RE 71, lagt til grundvallar því sem nefnist hámarksupptökuþyngd skips sem er 2.350 tonn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×