Viðskipti innlent

Erlend fjármunaeign jókst um 276 milljarða milli ára

Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi jókst um 276 milljarða kr. á milli áranna 2009 og 2010. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans.

Fjármunaeign erlendra aðila nam um 1.354 milljörðum kr. í árslok 2010 samanborið við 1.078 milljarða kr. í árslok 2009.

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis jókst um 51 milljarð kr. á milli áranna. Hún nam um 1.209 milljörðum kr. í árslok 2010 samanborið við um 1.158 milljarða kr. í árslok 2009.

Hækkun á fjármunaeign innlendra aðila erlendis og erlendra aðila innanlands árið 2010 má að stórum hluta rekja til endurskipulagningar skulda. Það sem áður tilheyrði lánaskuld í beinni fjárfestingu innlendra aðila erlendis fluttist yfir í fjárfestingu erlendra aðila innanlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×