Minni vexti spáð en áður 14. nóvember 2011 04:00 Í haustspá Evrópusambandsins kemur fram að fjárfestingaráform hér á landi hafi dregist og að fjárfestingar hafi verið minni í sniðum. fréttablaðið/anton Nokkurrar svartsýni gætir í hagspá Evrópusambandsins fyrir aðildarríki ESB og fyrir Ísland, sem var gefin út fyrir helgi. Evrópusambandið gefur út haustspá í efnahagsmálum og þar eru sérstakir kaflar fyrir aðildarríki og umsóknarríki. ESB spáir minni hagvexti hér á landi á þessu ári og því næsta heldur en Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu í nýlegum spám sínum. Því er spáð að hagvöxtur þessa árs verði 2,1 prósent en fari niður í 1,5 prósent á næsta ári. Seðlabankinn gerir í sinni spá ráð fyrir 3,1 prósents hagvexti á þessu ári og 2,3 prósentum á næsta ári, og AGS spáir 2,5 prósenta hagvexti nú og 3,1 prósenti á næsta ári. Þá gerir Evrópusambandið ráð fyrir því að hagvöxtur aukist í 2,7 prósent árið 2013, en Seðlabankinn spáir þá 2,3 prósentum og AGS 2,8. Í hagspánni kemur fram að botninum hafi verið náð hér á landi á seinni helmingi síðasta árs. Lítill hagvöxtur hafi síðan orðið á fyrri hluta þessa árs, að mestu vegna aukins útflutnings og meiri einkaneyslu, en dregið hafi úr bata í efnahagslífinu síðustu mánuði. Fjárfestingaráform hafi bæði dregist og verið minni í sniðum en áður hafi verið talið. Þá hafi innflutningur aukist og útflutningur dregist saman. Einkaneysla hefur farið vaxandi, að því er fram kemur í hagspánni, en meðal ástæðna þess eru endurgreiðsla á gengistryggðum lánum og útgreiðsla séreignarsparnaðar. Gjaldþrotum heldur áfram að fjölga og versnandi aðstæður í helstu viðskiptalöndum hafa neikvæð áhrif hér á landi. Þó segir í skýrslunni að jákvætt sé hversu vel ferðamennska gangi hér á landi. Samkvæmt hagspánni hefur staða ríkisfjármála hins vegar batnað og því er spáð að skuldir hins opinbera fari niður fyrir 90 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Hjá ríkjum Evrópusambandsins er talið að verðbólga haldist áfram stöðug í þremur prósentum og atvinnuleysi verði í kringum tíu prósent. 1,6 prósenta hagvexti er spáð innan sambandsins og 1,5 prósentum á evrusvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxtur innan ESB verði 0,6 prósent og 1,5 prósent árið 2013. Þessar horfur eru talsvert verri en við síðustu spá, þar sem gert var ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti á næstu tveimur árum. Langmesta hagvextinum er spáð í Eistlandi, um átta prósentum í ár og 3,2 prósentum á næsta ári. Í Litháen er gert ráð fyrir 3,5 til fjögurra prósenta vöxtum næstu tvö ár. Verst er spáin fyrir Grikkland, en því er spáð að landsframleiðsla dragist þar saman um sex prósent í ár og þrjú prósent á því næsta. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Nokkurrar svartsýni gætir í hagspá Evrópusambandsins fyrir aðildarríki ESB og fyrir Ísland, sem var gefin út fyrir helgi. Evrópusambandið gefur út haustspá í efnahagsmálum og þar eru sérstakir kaflar fyrir aðildarríki og umsóknarríki. ESB spáir minni hagvexti hér á landi á þessu ári og því næsta heldur en Seðlabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerðu í nýlegum spám sínum. Því er spáð að hagvöxtur þessa árs verði 2,1 prósent en fari niður í 1,5 prósent á næsta ári. Seðlabankinn gerir í sinni spá ráð fyrir 3,1 prósents hagvexti á þessu ári og 2,3 prósentum á næsta ári, og AGS spáir 2,5 prósenta hagvexti nú og 3,1 prósenti á næsta ári. Þá gerir Evrópusambandið ráð fyrir því að hagvöxtur aukist í 2,7 prósent árið 2013, en Seðlabankinn spáir þá 2,3 prósentum og AGS 2,8. Í hagspánni kemur fram að botninum hafi verið náð hér á landi á seinni helmingi síðasta árs. Lítill hagvöxtur hafi síðan orðið á fyrri hluta þessa árs, að mestu vegna aukins útflutnings og meiri einkaneyslu, en dregið hafi úr bata í efnahagslífinu síðustu mánuði. Fjárfestingaráform hafi bæði dregist og verið minni í sniðum en áður hafi verið talið. Þá hafi innflutningur aukist og útflutningur dregist saman. Einkaneysla hefur farið vaxandi, að því er fram kemur í hagspánni, en meðal ástæðna þess eru endurgreiðsla á gengistryggðum lánum og útgreiðsla séreignarsparnaðar. Gjaldþrotum heldur áfram að fjölga og versnandi aðstæður í helstu viðskiptalöndum hafa neikvæð áhrif hér á landi. Þó segir í skýrslunni að jákvætt sé hversu vel ferðamennska gangi hér á landi. Samkvæmt hagspánni hefur staða ríkisfjármála hins vegar batnað og því er spáð að skuldir hins opinbera fari niður fyrir 90 prósent af landsframleiðslu eftir tvö ár. Hjá ríkjum Evrópusambandsins er talið að verðbólga haldist áfram stöðug í þremur prósentum og atvinnuleysi verði í kringum tíu prósent. 1,6 prósenta hagvexti er spáð innan sambandsins og 1,5 prósentum á evrusvæðinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxtur innan ESB verði 0,6 prósent og 1,5 prósent árið 2013. Þessar horfur eru talsvert verri en við síðustu spá, þar sem gert var ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti á næstu tveimur árum. Langmesta hagvextinum er spáð í Eistlandi, um átta prósentum í ár og 3,2 prósentum á næsta ári. Í Litháen er gert ráð fyrir 3,5 til fjögurra prósenta vöxtum næstu tvö ár. Verst er spáin fyrir Grikkland, en því er spáð að landsframleiðsla dragist þar saman um sex prósent í ár og þrjú prósent á því næsta. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira